Friday, September 10, 2004

Legið undir feldi

Síðan ég táði mig síðast þá hefur æði margt gerst, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um atburðaleysi í einkalífi, ég ætla þó ekki að fara nánar út í þau mál á þessum vettvangi ;)Ég flutti úr íbúðinni á Eggertsgötunni um mánaðarmótin og það verður að segjast að ég kem sjálfri mér alltaf á óvart í hvert skipti sem ég flyt, þ.e.a.s hversu mikið drasl hefur náð að hlaðast upp frá síðustu flutningum. Ég var síðan svo helv. útsjónarsöm að selja næsta innflytjanda rúmið mitt á 5000 kall, en hún fékk gardínur, bastkörfu, tvær íslenskar símaskrár en karfan og símaskrárnar gegna reyndar mikilvægu hlutverki sem rúmfótur en tvíeykið leysi þykkar mannfræðidoðranta af hólmi.
Ég er semsagt flutt inn til Daggar og við höfum gert með okkur einkar góðan leigusamning, en húsleiga verður borguð í formi matvæla og rauðvíns. Það er skemmst frá því að segja að ég held að nú þegar sé ég búin að borga 2/3 af mánuðinum, enda rauðvínið gott fyrir hjartað.
Á morgun fer ég svo í réttarferð með úllunum, en 110 stóreygðir útlendingar og 4 fylgfiskar munu tæta af stað og fara í réttir í uppsveitum Suðurlands. Það verður eflaust áhugaverð ferð enda ekki á hverjum degi sem maður sér útlendinga reyna að draga hina Íslensku sauðkind svotil beint í sláturhúsið. Það verður eflaust rigning svo ég mun sjá nokkra lotur af leðjuslag. Ekki skemmir fyrir að mentor minn í sænskri menningarfræðslu lætur eflaust sjá sig, enda alltaf til smá action.
Nóg um það. Á þriðjudaginn eru nákvæmlega 4 vikur þangað við Gunsa Gella leggjum land undir fót. Tilhlökkunin er að færast yfir okkur hægt og rólega, en satt best að segja er þetta enn frekar óraunverulegt (þrátt fyrir borgaða farmiða, plágusprautur, tryggingarbleðla, etc.) enda er mig búið að dreyma um Ástralíuför síðan ég vann að verkefni um Ástralíu í 9.bekk í Nesjaskóla. Merkilegt nokk, þá var það líklega eitt af fáum verkefnum í grunnskóla sem ég vann að einskærum áhuga.
Og þá er það spurning dagsins. Í hverju eru gellur klæddar í réttum? Allar hugmyndir vel þegnar, ég á engan gellulegan útivistarfatnað, svo ég tali nú ekki um joggingbuxur. Þeim henti ég úr fataskápnum hjá mér þegar rassinn á mér fór að stækka.
Hejdo!

5 Comments:

Blogger Ingi said...

Þú verður að ná þér í neonappelsínugulan kraftgalla. Eða neonappelsínugulan regngalla. Og hin frægu Nokia stígvél. Og ekki væri það verra ef þú gætir reddað svo sem einni derhúfu, helst með slagorði úr NBA eða I (hjarta) NY! Ég óska þér gæfu og gengis - og góðrar veiði ;-)

7:41 AM  
Blogger Brynja Dögg said...

Men...Ég gleymdi I (hjarta) NY derhúfunni! Bætti upp fyrir það með þykku lagi af glossi ;)

9:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thank you!
[url=http://bcjxpnbf.com/fczy/grvf.html]My homepage[/url] | [url=http://ncwvygpo.com/bjck/rfsy.html]Cool site[/url]

10:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great work!
My homepage | Please visit

10:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Good design!
http://bcjxpnbf.com/fczy/grvf.html | http://remvwdzd.com/ucxi/vsts.html

10:45 PM  

Post a Comment

<< Home