Friday, August 20, 2004

Leynd sjónvarpsfíkn og atburðaleysi í einkalífi

Mín leynda sjónvarpsfíkn er farin að skila sér í verulega bjagaðri mynd af raunveruleikanum, ekki það að ég viti ekki að sjónvarpið segi ekki alltaf satt, heldur hefur ekki nægilega mikið gerst í einkalífi mínu síðustu mánuði til að hugsanir og dagdrauma mínir nái að yfirgnæfa sjónvarpsfíknina.

Eftirfarandi er smá auka vitneskja sem ég hef náð mér í í gegnum sjónvarpsáhorf síðustu vikur:

Fólk giftist í alvörunni vegna peninga -sá brúðkapsþáttinn já, sem er reyndar ekki í neinu uppáhaldi. Þegar tilvonandi hjón voru spurð hvernig þau sæju sjálf sig fyrir sér í ellinni glottu þau og litu hvort á annað og sögðu; "já við ætlum allavega að fá okur viðbótarlíferyisspðarnar...haha. Já, ja við ætlum að hafa það gott, vera rík og njóta lífsins í sólinni eins og núna". Það var sko sól. Ekki minntust þau einu orði á ást og hamingju og elska hvort annað í ellinni. Viðbótarsparnaðurinn var málið.

Sá mynd sem eflaust BBC hefur úthlutað samtökum þunglyndra og manic depressive að gera í UK. Þarna var fjallað um þann möguleika að Norðurskautið myndi bráðna og golfstraumurnn breytast. Það myndi m.ö.o þýða helvíti á jörð og sérstaklega í Evrópu þar sem það yrði ekki bara skítkalt, heldur nánast óbyggilegt hérna vegna kulda. Það væri þó engin von í að flytja annað, þar sem þurrkar myndu verða svo extreem annars staðar í heiminum að það væri heldur ekki búandi þar. Of höfum á hreinu, þetta gæti gerst innan 20 ára. Í miðri hitabylgju var mér ekki skemmt yfir þessum tíðindum.

OL- Horfði á setningarathöfnina sem var sagan endalausa með löndum sem ég hef ekki oft heyrt um, og því síður að ég gæti bent á þau á korti. Svo um daginn, á sunnudaginn ætlaði ég heldur betur að fara að horfa á OL í þynnkunni...en nei nei þá var bara verið að sýna Formúluna. Ég skipti því á Skjá einn og entist á að horfa á fyrri hálfleik Everton og Arsenal, en tveir lykilleikmenn áttu þó helstan þátt í því, þeir Fredric Ljungberg og e-r dökkhærður, krúnurakaður í Everton. Fallegir fótboltamenn gera líf mitt skemmtilegra, ég gæti jafnvel gerst svo gróf að koma með svona pick-up línu þegar ég kem til Ástrlaíu: "Do you play football?" Fallegi strákurinn með strandarlúkkið: "Yes, why?" Ég, ( me sjoppulegan daðursvip): "Well honey, because I have a thing for footballers!"

Horfði líka á strandblak kvenna, en miðað við hegðun leik-kvenna hef ég dregið þá ályktun að þær séu flestar lellur, bæ í það minnsta. Líkamleg snerting var alsráðandi og greinilegt að graður Grikki var á tökuvélinni. Miðað við efnislitla keppnisbúninga kvenna, hugsaði mér gott til glóðarinnar fyrir strandblak karla, en nei nei! Þeir voru í víðum hlýrabolum og síðum stuttbuxum, ég átti ekki til orð vegna vonbrigða, skipti næstum aftur á Everton-Arsenal. Beið líka spennt eftir dýfingum, en sá 3 stungur. Ekki nema von að enginn keppandi í dýfingum komi frá Íslandi, íslenska þjóðin veit líklega ekki að það sé keppt í dýfingum.

Sjónvarpsáhorf mitt síðustu vikna ber mikinn vott um að ekkert sé að gerast í einkalífi mínu. Ég á nokkra vini og kunninga sem eru með spurninguna "hvað er að frétta af þér Brynja, ertu að date-a eða komin með kærasta?"í áskrift, svo ég tali nú ekki um Ömmu gömlu. Needlest to say, þá er svarið alltaf það sama. Ég er búin að sjá fram á að ég þarf verulega að bretta upp ermarnar, ja eða skálmarnar í þessu tilviki og undanfarna daga hefur ég verið að rækta púkann í mér og það er kominn það mikill púki að Ítalir og aðrir ættu að vara sig. Hef staðið sjálfa mig að verulega sjoppulegu daðri við Ítali sem eru í mesta sakleysi að koma til Íslands sem skiptinemar, en það er líklega tímaspurnsmál hvernær þeir lenda í klóm íslenkra kvenna. Ég hef líka sótt ansi mikið í sænska menningarfræðslu, þó ekki verklega.

En jæja...best að byrja á brúnkumeðferðinni. Verst að ég næ ekki að klára e-n bikinikúr fyrir morgundaginn, verð því að sætta mig við rúllupylsulúkkið sem fylgir stífum sokkabuxum.

Chiao Bellas!

5 Comments:

Blogger Kamilla said...

Það er eins gott að þú verðir duglegri að blogga í heimsreisunni. Þá ætla ég nefnilega að lifa í gegnum þig...

1:10 PM  
Blogger Brynja Dögg said...

Þú getur treyst á það! Geri mér miklar vonir um marga frásagnaverða atburði...og þá verður sko ekki talað um sjónvarpsdagskránna.

3:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Well done!
[url=http://vburzpkq.com/toqs/alpc.html]My homepage[/url] | [url=http://lbfitrrz.com/pcnl/lvjn.html]Cool site[/url]

10:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Good design!
My homepage | Please visit

10:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Well done!
http://vburzpkq.com/toqs/alpc.html | http://ufypowqq.com/ujet/itle.html

10:46 PM  

Post a Comment

<< Home