Friday, August 20, 2004

Leynd sjónvarpsfíkn og atburðaleysi í einkalífi

Mín leynda sjónvarpsfíkn er farin að skila sér í verulega bjagaðri mynd af raunveruleikanum, ekki það að ég viti ekki að sjónvarpið segi ekki alltaf satt, heldur hefur ekki nægilega mikið gerst í einkalífi mínu síðustu mánuði til að hugsanir og dagdrauma mínir nái að yfirgnæfa sjónvarpsfíknina.

Eftirfarandi er smá auka vitneskja sem ég hef náð mér í í gegnum sjónvarpsáhorf síðustu vikur:

Fólk giftist í alvörunni vegna peninga -sá brúðkapsþáttinn já, sem er reyndar ekki í neinu uppáhaldi. Þegar tilvonandi hjón voru spurð hvernig þau sæju sjálf sig fyrir sér í ellinni glottu þau og litu hvort á annað og sögðu; "já við ætlum allavega að fá okur viðbótarlíferyisspðarnar...haha. Já, ja við ætlum að hafa það gott, vera rík og njóta lífsins í sólinni eins og núna". Það var sko sól. Ekki minntust þau einu orði á ást og hamingju og elska hvort annað í ellinni. Viðbótarsparnaðurinn var málið.

Sá mynd sem eflaust BBC hefur úthlutað samtökum þunglyndra og manic depressive að gera í UK. Þarna var fjallað um þann möguleika að Norðurskautið myndi bráðna og golfstraumurnn breytast. Það myndi m.ö.o þýða helvíti á jörð og sérstaklega í Evrópu þar sem það yrði ekki bara skítkalt, heldur nánast óbyggilegt hérna vegna kulda. Það væri þó engin von í að flytja annað, þar sem þurrkar myndu verða svo extreem annars staðar í heiminum að það væri heldur ekki búandi þar. Of höfum á hreinu, þetta gæti gerst innan 20 ára. Í miðri hitabylgju var mér ekki skemmt yfir þessum tíðindum.

OL- Horfði á setningarathöfnina sem var sagan endalausa með löndum sem ég hef ekki oft heyrt um, og því síður að ég gæti bent á þau á korti. Svo um daginn, á sunnudaginn ætlaði ég heldur betur að fara að horfa á OL í þynnkunni...en nei nei þá var bara verið að sýna Formúluna. Ég skipti því á Skjá einn og entist á að horfa á fyrri hálfleik Everton og Arsenal, en tveir lykilleikmenn áttu þó helstan þátt í því, þeir Fredric Ljungberg og e-r dökkhærður, krúnurakaður í Everton. Fallegir fótboltamenn gera líf mitt skemmtilegra, ég gæti jafnvel gerst svo gróf að koma með svona pick-up línu þegar ég kem til Ástrlaíu: "Do you play football?" Fallegi strákurinn með strandarlúkkið: "Yes, why?" Ég, ( me sjoppulegan daðursvip): "Well honey, because I have a thing for footballers!"

Horfði líka á strandblak kvenna, en miðað við hegðun leik-kvenna hef ég dregið þá ályktun að þær séu flestar lellur, bæ í það minnsta. Líkamleg snerting var alsráðandi og greinilegt að graður Grikki var á tökuvélinni. Miðað við efnislitla keppnisbúninga kvenna, hugsaði mér gott til glóðarinnar fyrir strandblak karla, en nei nei! Þeir voru í víðum hlýrabolum og síðum stuttbuxum, ég átti ekki til orð vegna vonbrigða, skipti næstum aftur á Everton-Arsenal. Beið líka spennt eftir dýfingum, en sá 3 stungur. Ekki nema von að enginn keppandi í dýfingum komi frá Íslandi, íslenska þjóðin veit líklega ekki að það sé keppt í dýfingum.

Sjónvarpsáhorf mitt síðustu vikna ber mikinn vott um að ekkert sé að gerast í einkalífi mínu. Ég á nokkra vini og kunninga sem eru með spurninguna "hvað er að frétta af þér Brynja, ertu að date-a eða komin með kærasta?"í áskrift, svo ég tali nú ekki um Ömmu gömlu. Needlest to say, þá er svarið alltaf það sama. Ég er búin að sjá fram á að ég þarf verulega að bretta upp ermarnar, ja eða skálmarnar í þessu tilviki og undanfarna daga hefur ég verið að rækta púkann í mér og það er kominn það mikill púki að Ítalir og aðrir ættu að vara sig. Hef staðið sjálfa mig að verulega sjoppulegu daðri við Ítali sem eru í mesta sakleysi að koma til Íslands sem skiptinemar, en það er líklega tímaspurnsmál hvernær þeir lenda í klóm íslenkra kvenna. Ég hef líka sótt ansi mikið í sænska menningarfræðslu, þó ekki verklega.

En jæja...best að byrja á brúnkumeðferðinni. Verst að ég næ ekki að klára e-n bikinikúr fyrir morgundaginn, verð því að sætta mig við rúllupylsulúkkið sem fylgir stífum sokkabuxum.

Chiao Bellas!

Sunday, August 08, 2004

My evil twin og ég...og togsteitan þarna á milli

Loksins..loksins gætu sum ykkar verið að hugsa núna. Svo virðist sem bloggleti mitt hafi ekki farið vel í mannskapinn svo ég ákvað að halda fólkinu góðu og blogga aðeins. Reyndar ætti ég að vera löngu farin að sofa en ég svaf ekki mikið í morgun...en ég kom heim um hálf 7 í morgun...enn í miklu stuði og "lékk lánaðann" borða hjá nágranna mínum sem á stóð "The party is here" með fallegum bleikum stöfum. Ég veit ekki alveg hvað ég ætlaði að gera með borðann. Hann gæti þó komið að góðum notum síðar.

Það hefur ýmislegt gerst síðan 21. júlí, en ég fór ma á reunion sem var dúndur stuð. Við fórum í keilu og svo partý til Berglindar. Ég fór svo á djammið og var að skralla fram undir næsta morgun. Þegar ég kom svo heim bauð ég henni Skottu á Grenimel að gista hjá mér. Hún fékk sér svo einn einfaldann af mjólk fyrir svefnnn og kúrði svo hjá mér. Það komu síðan gestir, ein vinkona mín og vinur hennar og að sjálfsögðu var þeim líka boðin gisting. Við sváfum svo eins og ein stór hamingjusömu en óhefðbundin fjölskylda, ég, kötturinn, vinkona mína og vinur hennar. Strákurinn og kötturinn fóru svo um hádegisbilið, líkt og flestar hjásvæfur.
Um verslunnarmannahelgina fór í prinsessuleik og keyrði heim í sveitina. Ég bauð Emmu og Gunsu með mér. Á laugardeginum fórum við svo á flugeldasýningu á Jökulsárlóni en Guðrún varð eftir í Flatey hjá Sigrúnu. Nú my evil twin var ríkjandi þetta kvöldið enda fullt tungl. Ég drakk því ótæpilega og það vildi nú ekki betur en svo til, að ég gleymdi Guðrúnu í Flatey, drapst í bílnum á leiðinni heim, og neitaði svo að fara út bílnum þegar við vorum komin í hlaðið...og kallaði Hödda frekann í ofanálag! Sunnudagurinn fór því nær allur í að dekur fyrir Guðrúnu til að bæta henni upp gleymskuna og að sannfæra mömmu og Hödda að ég væri aldrei svona full og myndi aldrei týna neinu...og því síður gleyma vinkonum mínum á djamminu. En eins og ég sagði...það var fullt tungl og ég alveg spinnigal.

Á fostudaginn fór ég út í Viðey með hóp útlendinga sem eru á íslenskunámskeiði hér til að undirbúa sig fyrir veturinn. Ég eignaðist strax nokkra suðræna aðdáendur (ég ætla leyfa mér að trúa því) og sjarmeraði þá auðvitað upp úr skónum. Sænsku strákarnir í hópnum voru rosa miklir dúddar og sögðu mér m.a að Fjóla væri orð yfir lessu í Svíþjóð. Ef ég eignast stelpu mun ég ekki skíra hana Fjólu, ég vil því hér með koma þökkum á framfæri við Björn og Daniel, fyrir þessa merkilegu sænsku kúltúrfræðslu. Um kvöldið var svo haldið á djammið og sörfað á börunum. Það var mikið skrall á okkur og mikið tjútt líkt og ávallt. Í gær fórum við svo aftur úr...kannski meira að skyldurækni en brennandi eldmóði. Ég hitti glerlistalúðann sem ég kynntist í janúar. Hann er eflaust búinn að vera atvinnulaus allan tímann og því ekki átt bót fyrir boruna á sér, og því síður pening til að stunda barina. Kúlið hans er því eftir því, þó hann sé sætur strákur og allt það. Ég sá hann svo rölta heim með e-i gellu sem var með hálfgerða Austur-Evrópska hárgreiðslur aka 80´s perm frá helvíti. Kannski er hún frá Austur Evrópu og setur því atvinnuleysi hans ekkert fyrir sig, enda vön slíkum aðstæðum að heiman.

Mér fannst ég rosa gella í gær...en ég varð ekki vör við að gaurarnir væru á sama máli, það fór eitthvað lítið fyrir því. Eina snertingin sem ég fékk fyrir utan troðninginn í biðröðinni á KB var frá gellu á Vegamótum sem var uppþvottarhanska og strauk á mér hárið! Ég ætla ekki að reyna að fatta þessa píu frekar en risavaxna kúka listaverkið sem ég sá á Klink og Bank sýningu! Þwtta var stór pappamassi á stærð við voldugt mahogni stofuborð, upprúllað eins og hudaskítur. Svo voru litlir sjónvarpsskjáir í "kúknum" sem sýndu still myndir af hundaskít á grasblettum borgarinnar. Og fólk fer í 3 ár í háskóla til að gera svona kjaftæði og leyfa sér að kalla það list...well....I don´t get it!

Ég fékk áðan fyrirtaks hugmynd um það hvernig eyða mætti sunnudagskveldi án félagsskaps við aðila að hinu kyninu sem oft virðist vera æskilegur kostur á sunnudagseftirmiðdegi....en það er SPA! Já ég fór í um klukkutíma spa og prufaði nýja Blue Lagoon maskann sem Emma keypti handa mér. Ég var svolítið múmíuleg á tímabili þegar þetta var allt þornað en þetta var rooooosa góður maski. Ég mun því eflaust koma mér upp SPA rútínu á sunnudagskvöldum, allavega á meðan engum finnst ég sæt á börum borgarinnar og sem er tilbúinn að eyða sunnudeginum með mér. Ég veit ekki alveg hvort mér tekst að líta út eins og Elle McPherson fyrir Ástralíu, en með þessu SPA áframhaldi verð ég í það minnsta með silkimjúkt hár og húð...sem ætti að vera tilbreyting fyrir veðurbarna og sjávarsaltaða ástralska brimbrettagaura.

Rokkprik helgarinnar fær:
Gróa gella fyrir að vera búin að höstla fótboltagaur. Ég bind miklar vonir við að fá að hitta vini hans við tækifæri.
Guðrún, Dögg, Kamilla fyrir skemmtilega helgi.
Starfsfólkið á Gulliacan fyrir eindæma góða þjónustu og þolinmæði við þunnildi (þunnt fólk)
Allir í Gay pride göngunni...sérstaklega leðurhommarnir. Ég dáðist að þeim fyrir að játa kenndir sínar jafn augljóslega og raun bar vitni.

Sjoppuleg svitabönd fá eftir taldir aðilar:
Dyravörðurinn á Kaffibarnum. Ef ég gerist e-n tíman dyravörður (efast reyndar stórlega um það) þá verður honum ekki hleypt inn á skemmtistaðinn sem ég vinn á.
Kamilla fyrir að leyfa mér ekki að tala við ákveðinn strák sem ég vil meina að skuldi mér 5000 hið minnsta. (Kamilla fær samt meira svona töff svitaband...ekki sjoppulegt)
Allir stætu gaurarnir á djamminu í gær sem voru ekki að fatta hversu mikill kjarna kvennkostur ég er.
Gummi TH. neeeeed I say more?!