Thursday, July 01, 2004

Tjaldað í túnfætinum 2004

Já það er komið að því...stórviðburðurinn Humarhátíð á Hornafirði hefst á morgun. Tjaldað í túnfætinum 2004 -aka south Iceland road trip hefst þó í dag og innan skamms munum við Dögg, Anna og Freysi leggja af stað út úr bænum með harðfisk í annari og landakort í hinni. Ekki það að ég rati ekki til Hornafjarðar, landakortið er bara svona meira upp á stemmarann, vona bara að Dögg hafi munað eftir Vegahandbókinni.

Fyrir þá sem það ekki vita -og munu hugsanlega leggja leið sína á "Honnafjörð" þá verð ég í selskap við 3 aðrar ungar dömur að selja handverk okkar og hönnun. Þá erum við ekki að tala um litla sauðskinnskó eða lopapeysur heldur "hip og cool" dót eins og Kamilla myndi segja. Mæli eindregið með því að þið kíkið við, kaupið og styrkið þar með heismreisu mína haustið 2004 ; )

Það bíður okkar humarsúpa að hætti Hödda og bjórkútur í boði Ölgerðarinnar þegar við rennum í hlaðið. Það er víst að við munum ekki slá hendinni á móti þessum kræsingum, en þótt hvítvínið þykji alla jafna mikilvægt með humri, þá hef ég tamið mér bjórinn og líkar vel svona bjómar-bragð.

Ég get engan vegin leynt því að ég er orðin rosa spennt fyrir þessum viðburð, enda alger dreifari og ég elska þegar bærinn fyllist að fólki og maður getur loksins leyft sér að horfa á myndarlegu gaurana...sem eru ekki allir skyldir manni líkt og Hornfirðingar (það gæti m.a. verið ástæða þess að ég geng ekki út, m.a. ég er jú skyld meirihluta Hornfirðinga). Það eru tvö ár síðan ég var á Humarhátíð en ég var "notlega" í KBH í fyrra og var næstum búin að kaupa mér farmiða til Íslands í e-u bríaríi. Ég gerði það þó ekki og fór á Hróarskeldu í staðinn...reyndar á sunnudegi (það var uppselt áður en nýtt visa-tímabil kom, en það var beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu í mínum herbúðum á sínum tíma).

En jæja...best að tjekka á öllum veðurspánum!

Góða helgi!!

3 Comments:

Blogger roald said...

og hvernig var síðan. helgarskýrslu takk!

9:35 PM  
Blogger roald said...

og hvernig var síðan. helgarskýrslu takk!

9:35 PM  
Blogger roald said...

og hvernig var síðan. helgarskýrslu takk!

9:35 PM  

Post a Comment

<< Home