Thursday, July 08, 2004

Risið upp frá dauðum

Loksins hef ég næga orku til að blogga, ég held að mér takist að halda mér vakandi í cirka 20 mín, röddin er að koma, ég er ekki lengur með bauga niður á nef og já, vínlyktin er að víkja fyrir ilmvatninu mínu.

Það var tekið á því um helgina, á því leikur nokkur vafi. Og þvílíkt stuð hefur sjaldan verið í Birkifelli. Við menningarmafían, eins og bróðir minn kallar okkur, lögðum af stað úr Sódómu um 8 á fimmtud. kveldi og tættum austur án þess að löggan tæki okkur. Þegar við renndum í hlaðið í Birkifelli beið okkar humarsúpa a la mamma og henni var svolgrað niður í blandi við bjórinn sem var í bjórkútnum út á palli. Mamma og Höddi eru sannir höfðingjar heim að sækja og því var búið að tjalda fyrir mafíuna svo við skelltum okkur svo út í tjald og fengum okkur nokkra kalda fyrir svefninn og hlustuðum á fuglasönginn í túnfætinum.

Á föstudeginum rifum við okkur svo upp og Dögg, Anna og Freyr fóru í sund á meðan ég græjaði básinn með Ágústu. Við skelltum okkur svo heim og græjuðum okkur fyrir kvöldið og fórum svo aftur út eftir. Þar var mikið húllum hæ og merkilega mikið stuð miðað við fámennið. Þegar búið var að loka básnum fórum við á fyllerí og röltum um svæðið og fórum í Akureynna sem er bátur á þurru landi og þar var sko nikkan þanin á fullu og þar voru sko stigin nokkur spor eða svo. Döggin vildi hvergi annars staðar vera en við fengum hana loksins með okkur í Pakkhúsið þar sem líka var stuð og svona oldies spiluðu alvöru sveitarokk. Þá kom það sér nú vel fyrir Döggina að þekkta heimamann sem gat frætt hana um karlpeninginn sem steig í vænginn við hana, en þegar ég sá einn gaurinn gefa henni auga, var ég ekki lengi að segja henni að ég hefði nú séð kynfærin á þessum þegar ég var í 10.bekk, og það var ekki undir neinum rómantískum aðstæðum, heldur var gaurinn einfaldlega á eyrunum fyrir utan ball og vildi greinilega sýna gripinn og ota sínum tota en hann sumsé girti niður um sig eitt sinn fyrir utan ball.

Við kíktum aðeins á Víkina og þá fékk Freyr heldur betur að kynnast dreifara stemmaranum, þegar honum var hótað þrisvar að hann yrði barinn. Nú það þarf varla að taka það fram að við ákváðum bara að biðja Birkifells-sætarferðir að renna eftir okkur, mömmu og Hödda. Þegar heim var komin þurftum við notlega að róa okkur niður svo við héldum bara áfram að drekka, átum hrán hval og lékum fífl til 7 um morguninn en þá var kominn tími á smá kríu. Á laugardeginum var merkilega gott ásand á okkur miðað við aldur og fyrri störf en síðan var aftur farið á Höfn í sund og sölubás og síðan fórum við heim í 17 manna grillveislu sem mamma og Höddi slógu upp, í rauninni fyrir okkur prinsessurnar og vini okkur : ) Þar var margt og mikið á boðstólnum og enn meira áfengi. Freyr og Óskar spiluðu á gítar og sundu þakið ætlaði hreinlega að rifna af kofanum, en stemmingin var gríðarleg. Við Anna og Dögg kíktum svo aftur út eftir um kvöldið og Döggin tætti strax í nikkugengið í Akureynni, tilbúin í smá snúning upp á dekki. Þaðan fórum við á ball í Íþróttahúsinu sem var frekar slappt, en ég lét það nú ekki á mig fá, haugfulla manneskjan, og skemmti mér konunglega allt þar til dyraverðirnir sáu að ég hafi lummað mér inn! Til að gera langa sögu stutta þá var ég ekki ánægð yfir að fá ekki að fara aftur inn og lá ekki á skoðunum mínum. Ef svo ólíklega vill til að umræddir dyraverðir lesi bloggið mitt, þá eru þeir hér með beðnir formlega afsökunnar á framferði mínu : )

Á sunnudeginum var ansi mikil þynnka í gangi og við lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en um 2. Við komum svo við á Lóninu og fórum í siglingu í sólinni og fengum sérlega VIP treatment, en við fórum í Zodiak, fengum ís fyrst og þar að auki fría ferð...þið hefðuð átt að sjá svipinn á úllunum!! Þeir voru að rifna úr afbrýðissemi!!
Við tættum svo í bæinn en í minningunni er ferðin ansi stress blendin en ég ætlaði á Metalica tónleika síðar um kvöldið. Það var ekki útséð með það hvort ég kæmist, enda umferðin gríðarlega mikil og við alltof sein á ferð. Gröfugengið, bróðir minn og vinir hans voru á eftir okkur og ég fór svo með þeim yfir Mosfellsheiði og beint á tónleikanna, sem voru asni magnaði og góðir. Ég mæti á svæðið eins og sannur rokkari, með skítugt hár, inna lyktandi af svitalykt og vínstækju, ómáluð og ekki fersk. Ég lét það þó ekki á mig fá...en verð samt að segja það að ég var mjög undrandi á því hvernig flestar pírurnar "héldu andlitinu" í svitanum og hitanum....spurning hvaða make-up dæmi þær nota?! Það er hins vegar alveg merkilegt hvað maður tekur eftir því á svona fjöldasamkundum hversu Íslendingar eru orðnir feitir, öööö....ekki smart! Og það sem meira var að ég hef sjaldan séð eins mikið af fólki beru að ofan...ja nema kannski á sólarströnd í útlöndum. Þar sem ég meika ekki þegar nakið ókunnugt fólk rekst utan í mig, líkt og í sundlaugum, þá var ég vel á verði á tónleikunum, því það er fátt ógeðslegra en þegar feitir, loðnir, sveittir, berir að ofan karlar rekast utan í mann! Ég var merkilega mikið á verði miðað við annars mikinn doða eftir helgina. Ég var svo föst á bílaplaninu hjá Óskari í um klukkutíma upp í Grafarvogi eftir tónleikana og var komin heim um 2 og sofnum um 3. Það er því skemmst frá því að segja að ég var ekki sæt í vinnunni á mánudaginn, enda 2. í þynnku. Svo tók við 3. og 4. í þynnku en ég held að ég sé að jafna mig í dag...loksins.

Það verður þó að segjast að það sem stendur uppi eftir helgina, eru þau ótal skemmtilegu og fyndnu atvik sem áttu sér stað og þær ótrúlega mörgu góðu samverustundir sem ég átti með vinum og fjölskyldu, svo ég tali nú ekki um að geta loksins komist út á land. Þessar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomin ár ekki síður en en ódrukkið áfengi : )
Þetta var frábær helgi og ég get ekki beðið eftir Tjaldað í túnfætinum 2005!!

P.S hver veit nema TÍT 2004 myndir verði settar inn á bloggið á næstunni?!

2 Comments:

Blogger roald said...

gott að heyra að slap ´em bitches skemmti sér vel um helgina.

metalica var víst með gigg hérna úti áður en ég kom og einn flugvirkjanna sá þá og var ekki par ánægður með lögin sem þeir tóku. þau voru víst öll af nýju plötunni, sem er eitthvað í þyngri kantinum. hvað segirðu um það?

2:55 PM  
Blogger roald said...

bloggaðu baby bloggaðu!!!

11:22 AM  

Post a Comment

<< Home