Tuesday, July 13, 2004

Ný vika, ný vandamál

Dásemd mín á Dönum gæti hugsanlega farið snar minnkandi ef grunur minn reynist réttur. Fékk e-d bréf frá skattinum í Danmörku þar sem þau vilja meina (eftir því sem ég kemst næst) að ég skuldi rúml. 4.600 Dk í skatt. Nú fyrir þá sem eru ekki vissir með dönsku krónuna....ÞÁ ER ÞETTA RÚMLEGA FOKKING 50.ÞÚS KALL! Ég er ekki par ánægð, en enn sem komið er, held ég nokkurn vegin ró minni, vegna þess að ég er sannfærð um að þetta er einhver misskilningur, enda oft e-m hálfvitum um að kenna þegar vandamálin leita mig uppi...t..d eins og þegar greiðslan á VISA kortið mitt týndist í bankanum, þegar mamma sendi mér stígvélin mín í pósti og þeim var keyrt upp að dyrum hjá rónunum í næsta stigagangi (það þurfti að kalla á lögregluna til að endurheimta stígvélin) ja eða þegar ég fæ misvísandi upplýsingar frá opinberum starfsmönnum og on and on and on...Sagan er í raun og veru endalaus vegna þess að ég er með eindæmum óheppin, eða áran mín einfaldlega er hlaðin að neikvæðri orku. Stefnan er því tekin í litlu Danmörku á Íslandi, sendiráðið sjálft, þar sem ég mun leitast við að fá skýringar við þessum misskilningi. Það er jú ekki eins og ég hafi verið að selja dóp í KBH eða sjálfa mig og "gleymt" að borga skatt. Ég bara get einfaldlega ekki skilið afhverju þeir bögga ekki ISS PISS....ég var að vinna hjá þeim og það er þeim að kenna ef skatturinn var vitlaus reiknaður. Mig svo sem grunaði að það væri ekki allt með feldu með yfirkvensuna hjá PISS hana Lene Hansen frekar en restina af Hansen klaninu.

Annars var helgin góð og ég lenti í lágmarksböggi á djamminu. Það góða við áruna mína er (þó stundum pirrandi) að það man enginn eftir mér svo að ég get næstum gengið út frá því vísu að fólk sem er að bögga mig...(já og vice versa)....man ekki eftir mér! Við Gunsa soon to be Ástralíu -ferðafélagi, töltum yfir til Daggar eftir að hafa gengið úr skugga um að nestið okkar væri í góðu lagi, ekkert að renna út og myndi líka renna vel niður. Úffa, vinkona Daggar átti afmæli svo það var margt um manninn og mikið stuð. Við Dögg kíktum svo einn stuttan göngutúr út í góða veðrir og ég prófaði ógeðslega skemmtilegt trampólín í bakgarðinum á Ljósvallagötunni og hoppaði þar eins og smákrakki allt þar til eigandinn kom æstur út í gluggan og benti mér á að drullast niður. Við Dögg fórum svo í felur og fengum smá fíling yfir því hvernig er að vera trampolin-terroristi. Versta var að ég var ekki í camuflage klæðnaðinum mínum, heldur djammgallanum og því auðsjánleg í mittisháa birkirunnanum. Eftir smá terrorista fíling snérum við Döggin heim og síðan fór fólkið að týnast smá saman niður í bæ til að mála bæinn bleikann. Það var hellingur af fólki í bænum og merkilegt hvað vín sást á mörgum. Við vorum að sjálfsögðu edrú eins og sönnum íþróttakonum sæmir ; ) enda keyrðum við beint í bæinn eftir 100 metra hlaupið sem við kepptum í á Sauðarkrók. Ég kom heim um 7, banhungruð enda tekur oft ansi mikið á að djamma, edrú eða ekki.

Samhliða heilsuátaki nr. X (löngu búin að missa töluna yfir fjölda heilsuátaka á árinu) hef ég hafið lesátak, en markmið þess er að fara að lesa jafn mikið og þegar ég var krakki í sveitinni (og það voru margir kílómetrar í jafnaldra mína) og las næstum því allt sem hönd á festi á bókasafninu sem var álíka stórt og íbúðin mín. Ég ætla að drekka í mig alls konar fróðleik, drama-lífsreynslusögur jafnt sem bækur um samsæriskenningar og snorkling í Ástralíu. Ég stakk reyndar upp á því við Gróu vinkonu að við myndum stofna bókaklúbb og hætta að djamma....RIGHT!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home