Wednesday, July 21, 2004

Fjaðra-fullnæging

Í gær sá ég píu í 10-11 í gær með fjaðraeyrnalokk frá mér. Það er gaman til þess að vita að fólk út í bæ er að styrkja heimsreisuna mína. Mig langaði mest að labba upp að gellunni og þakka henni formlega fyrir að kaupa fjaðraeyrnalokk. Sá eyrnalokkur færði mig 800 kr. nær Ástralíu.

Það er semsé allt komið á fullt í Ástralíu skipulagningu. Við Gunsa höfum fengið ferðahugmynd frá Kilroy sem satt best að segja hljómar ansi spennandi eða svona:

KBH-Singpore (tvær nætur)-Bali (10 dagar)-Sydney- Við förum svo á eigin vegum til Nýja Sjálands í ca. tvær vikur og munum ferðast upp Austrurströnd OZ allt til Cairns og þaðan til Darwin og Uluru. Frá Ástralíu fljúgum við svo áfram til Fiji þar sem við verðum í ca. vikur og þaðan förum við til L.A þar sem við verðum ca. 4 daga og svo tilbaka til KBH. Áætlað er að koma heim í byrjun maí, en fari svo að við höstlum e-a brimbretta- og sólkyssta gaura, gæti allt eins farið að við myndum framlengja dvöl okkar, enda lítið um slíka gaura í Sódómu Reykjavík. Við erum að reyna að sækja um atvinnuleyfi í Ástralíu en það virðist ganga treglega, það er þó einkum um að kenna ríksstarfsmönnum í Ástralíu sem eru haldin miklum starfsleiða, að okkur ávinnst lítið í þeim efnum. Ef einhver þekkir til starfsmanns á innflytjendaskrifstofu í Ástralíu, sem hugsanlega væri hægt að múta, þá væri nafn og e-mail viðkomandi vel þegið.

Samhliða áætlaðri Ástralíuför hef ég ákveðið enn strangara fjárhagslegt- og heilsusamtlegt aðhald. Það þýðir að ég mun hætta að kaupa vín á börunum og taka vasapeall hver sem ég fer, líka í bíó. Ég fór í sund í dag og rak krakkana af brautinni í fyrstu ferð og lét eins og ég ætti laugina. Mér tókst að halda brautinni fyrir sjálfa mig í góðar 20 mín en þá fór öldruðu konunum að fjölga. Mér finnst faktískt best hafa þær á sömu braut, af öllu fólkinu sem sækir Vesturbæjarlaugina, en ég vet verið viss um það að rassinn og lærin á þeim hristast meira en mín og þegar einstaka gaur slæðast á brautina þá er minni samkeppni. Meika samt ekki að hafa gaura með sundgleraugu á eftir mér á brautinni...þá fyrst verð ég spéhrædd.

Ég og Döggin fórum að skoða íbúðina hjá Önnu og Freysa...rosa fín, þau vory sannarlega heppin með hana þessa!

Jæja...ætla að halda áfram að horfa á that ´70´s show sem er virkilega vanmetin skemmtun!

P.s ég minni svo á verslunina ONI þar sem fallegu fjaðrafylgihlutirnir fást ; )

0 Comments:

Post a Comment

<< Home