Wednesday, July 21, 2004

Fjaðra-fullnæging

Í gær sá ég píu í 10-11 í gær með fjaðraeyrnalokk frá mér. Það er gaman til þess að vita að fólk út í bæ er að styrkja heimsreisuna mína. Mig langaði mest að labba upp að gellunni og þakka henni formlega fyrir að kaupa fjaðraeyrnalokk. Sá eyrnalokkur færði mig 800 kr. nær Ástralíu.

Það er semsé allt komið á fullt í Ástralíu skipulagningu. Við Gunsa höfum fengið ferðahugmynd frá Kilroy sem satt best að segja hljómar ansi spennandi eða svona:

KBH-Singpore (tvær nætur)-Bali (10 dagar)-Sydney- Við förum svo á eigin vegum til Nýja Sjálands í ca. tvær vikur og munum ferðast upp Austrurströnd OZ allt til Cairns og þaðan til Darwin og Uluru. Frá Ástralíu fljúgum við svo áfram til Fiji þar sem við verðum í ca. vikur og þaðan förum við til L.A þar sem við verðum ca. 4 daga og svo tilbaka til KBH. Áætlað er að koma heim í byrjun maí, en fari svo að við höstlum e-a brimbretta- og sólkyssta gaura, gæti allt eins farið að við myndum framlengja dvöl okkar, enda lítið um slíka gaura í Sódómu Reykjavík. Við erum að reyna að sækja um atvinnuleyfi í Ástralíu en það virðist ganga treglega, það er þó einkum um að kenna ríksstarfsmönnum í Ástralíu sem eru haldin miklum starfsleiða, að okkur ávinnst lítið í þeim efnum. Ef einhver þekkir til starfsmanns á innflytjendaskrifstofu í Ástralíu, sem hugsanlega væri hægt að múta, þá væri nafn og e-mail viðkomandi vel þegið.

Samhliða áætlaðri Ástralíuför hef ég ákveðið enn strangara fjárhagslegt- og heilsusamtlegt aðhald. Það þýðir að ég mun hætta að kaupa vín á börunum og taka vasapeall hver sem ég fer, líka í bíó. Ég fór í sund í dag og rak krakkana af brautinni í fyrstu ferð og lét eins og ég ætti laugina. Mér tókst að halda brautinni fyrir sjálfa mig í góðar 20 mín en þá fór öldruðu konunum að fjölga. Mér finnst faktískt best hafa þær á sömu braut, af öllu fólkinu sem sækir Vesturbæjarlaugina, en ég vet verið viss um það að rassinn og lærin á þeim hristast meira en mín og þegar einstaka gaur slæðast á brautina þá er minni samkeppni. Meika samt ekki að hafa gaura með sundgleraugu á eftir mér á brautinni...þá fyrst verð ég spéhrædd.

Ég og Döggin fórum að skoða íbúðina hjá Önnu og Freysa...rosa fín, þau vory sannarlega heppin með hana þessa!

Jæja...ætla að halda áfram að horfa á that ´70´s show sem er virkilega vanmetin skemmtun!

P.s ég minni svo á verslunina ONI þar sem fallegu fjaðrafylgihlutirnir fást ; )

Tuesday, July 13, 2004

Ný vika, ný vandamál

Dásemd mín á Dönum gæti hugsanlega farið snar minnkandi ef grunur minn reynist réttur. Fékk e-d bréf frá skattinum í Danmörku þar sem þau vilja meina (eftir því sem ég kemst næst) að ég skuldi rúml. 4.600 Dk í skatt. Nú fyrir þá sem eru ekki vissir með dönsku krónuna....ÞÁ ER ÞETTA RÚMLEGA FOKKING 50.ÞÚS KALL! Ég er ekki par ánægð, en enn sem komið er, held ég nokkurn vegin ró minni, vegna þess að ég er sannfærð um að þetta er einhver misskilningur, enda oft e-m hálfvitum um að kenna þegar vandamálin leita mig uppi...t..d eins og þegar greiðslan á VISA kortið mitt týndist í bankanum, þegar mamma sendi mér stígvélin mín í pósti og þeim var keyrt upp að dyrum hjá rónunum í næsta stigagangi (það þurfti að kalla á lögregluna til að endurheimta stígvélin) ja eða þegar ég fæ misvísandi upplýsingar frá opinberum starfsmönnum og on and on and on...Sagan er í raun og veru endalaus vegna þess að ég er með eindæmum óheppin, eða áran mín einfaldlega er hlaðin að neikvæðri orku. Stefnan er því tekin í litlu Danmörku á Íslandi, sendiráðið sjálft, þar sem ég mun leitast við að fá skýringar við þessum misskilningi. Það er jú ekki eins og ég hafi verið að selja dóp í KBH eða sjálfa mig og "gleymt" að borga skatt. Ég bara get einfaldlega ekki skilið afhverju þeir bögga ekki ISS PISS....ég var að vinna hjá þeim og það er þeim að kenna ef skatturinn var vitlaus reiknaður. Mig svo sem grunaði að það væri ekki allt með feldu með yfirkvensuna hjá PISS hana Lene Hansen frekar en restina af Hansen klaninu.

Annars var helgin góð og ég lenti í lágmarksböggi á djamminu. Það góða við áruna mína er (þó stundum pirrandi) að það man enginn eftir mér svo að ég get næstum gengið út frá því vísu að fólk sem er að bögga mig...(já og vice versa)....man ekki eftir mér! Við Gunsa soon to be Ástralíu -ferðafélagi, töltum yfir til Daggar eftir að hafa gengið úr skugga um að nestið okkar væri í góðu lagi, ekkert að renna út og myndi líka renna vel niður. Úffa, vinkona Daggar átti afmæli svo það var margt um manninn og mikið stuð. Við Dögg kíktum svo einn stuttan göngutúr út í góða veðrir og ég prófaði ógeðslega skemmtilegt trampólín í bakgarðinum á Ljósvallagötunni og hoppaði þar eins og smákrakki allt þar til eigandinn kom æstur út í gluggan og benti mér á að drullast niður. Við Dögg fórum svo í felur og fengum smá fíling yfir því hvernig er að vera trampolin-terroristi. Versta var að ég var ekki í camuflage klæðnaðinum mínum, heldur djammgallanum og því auðsjánleg í mittisháa birkirunnanum. Eftir smá terrorista fíling snérum við Döggin heim og síðan fór fólkið að týnast smá saman niður í bæ til að mála bæinn bleikann. Það var hellingur af fólki í bænum og merkilegt hvað vín sást á mörgum. Við vorum að sjálfsögðu edrú eins og sönnum íþróttakonum sæmir ; ) enda keyrðum við beint í bæinn eftir 100 metra hlaupið sem við kepptum í á Sauðarkrók. Ég kom heim um 7, banhungruð enda tekur oft ansi mikið á að djamma, edrú eða ekki.

Samhliða heilsuátaki nr. X (löngu búin að missa töluna yfir fjölda heilsuátaka á árinu) hef ég hafið lesátak, en markmið þess er að fara að lesa jafn mikið og þegar ég var krakki í sveitinni (og það voru margir kílómetrar í jafnaldra mína) og las næstum því allt sem hönd á festi á bókasafninu sem var álíka stórt og íbúðin mín. Ég ætla að drekka í mig alls konar fróðleik, drama-lífsreynslusögur jafnt sem bækur um samsæriskenningar og snorkling í Ástralíu. Ég stakk reyndar upp á því við Gróu vinkonu að við myndum stofna bókaklúbb og hætta að djamma....RIGHT!

Thursday, July 08, 2004

Risið upp frá dauðum

Loksins hef ég næga orku til að blogga, ég held að mér takist að halda mér vakandi í cirka 20 mín, röddin er að koma, ég er ekki lengur með bauga niður á nef og já, vínlyktin er að víkja fyrir ilmvatninu mínu.

Það var tekið á því um helgina, á því leikur nokkur vafi. Og þvílíkt stuð hefur sjaldan verið í Birkifelli. Við menningarmafían, eins og bróðir minn kallar okkur, lögðum af stað úr Sódómu um 8 á fimmtud. kveldi og tættum austur án þess að löggan tæki okkur. Þegar við renndum í hlaðið í Birkifelli beið okkar humarsúpa a la mamma og henni var svolgrað niður í blandi við bjórinn sem var í bjórkútnum út á palli. Mamma og Höddi eru sannir höfðingjar heim að sækja og því var búið að tjalda fyrir mafíuna svo við skelltum okkur svo út í tjald og fengum okkur nokkra kalda fyrir svefninn og hlustuðum á fuglasönginn í túnfætinum.

Á föstudeginum rifum við okkur svo upp og Dögg, Anna og Freyr fóru í sund á meðan ég græjaði básinn með Ágústu. Við skelltum okkur svo heim og græjuðum okkur fyrir kvöldið og fórum svo aftur út eftir. Þar var mikið húllum hæ og merkilega mikið stuð miðað við fámennið. Þegar búið var að loka básnum fórum við á fyllerí og röltum um svæðið og fórum í Akureynna sem er bátur á þurru landi og þar var sko nikkan þanin á fullu og þar voru sko stigin nokkur spor eða svo. Döggin vildi hvergi annars staðar vera en við fengum hana loksins með okkur í Pakkhúsið þar sem líka var stuð og svona oldies spiluðu alvöru sveitarokk. Þá kom það sér nú vel fyrir Döggina að þekkta heimamann sem gat frætt hana um karlpeninginn sem steig í vænginn við hana, en þegar ég sá einn gaurinn gefa henni auga, var ég ekki lengi að segja henni að ég hefði nú séð kynfærin á þessum þegar ég var í 10.bekk, og það var ekki undir neinum rómantískum aðstæðum, heldur var gaurinn einfaldlega á eyrunum fyrir utan ball og vildi greinilega sýna gripinn og ota sínum tota en hann sumsé girti niður um sig eitt sinn fyrir utan ball.

Við kíktum aðeins á Víkina og þá fékk Freyr heldur betur að kynnast dreifara stemmaranum, þegar honum var hótað þrisvar að hann yrði barinn. Nú það þarf varla að taka það fram að við ákváðum bara að biðja Birkifells-sætarferðir að renna eftir okkur, mömmu og Hödda. Þegar heim var komin þurftum við notlega að róa okkur niður svo við héldum bara áfram að drekka, átum hrán hval og lékum fífl til 7 um morguninn en þá var kominn tími á smá kríu. Á laugardeginum var merkilega gott ásand á okkur miðað við aldur og fyrri störf en síðan var aftur farið á Höfn í sund og sölubás og síðan fórum við heim í 17 manna grillveislu sem mamma og Höddi slógu upp, í rauninni fyrir okkur prinsessurnar og vini okkur : ) Þar var margt og mikið á boðstólnum og enn meira áfengi. Freyr og Óskar spiluðu á gítar og sundu þakið ætlaði hreinlega að rifna af kofanum, en stemmingin var gríðarleg. Við Anna og Dögg kíktum svo aftur út eftir um kvöldið og Döggin tætti strax í nikkugengið í Akureynni, tilbúin í smá snúning upp á dekki. Þaðan fórum við á ball í Íþróttahúsinu sem var frekar slappt, en ég lét það nú ekki á mig fá, haugfulla manneskjan, og skemmti mér konunglega allt þar til dyraverðirnir sáu að ég hafi lummað mér inn! Til að gera langa sögu stutta þá var ég ekki ánægð yfir að fá ekki að fara aftur inn og lá ekki á skoðunum mínum. Ef svo ólíklega vill til að umræddir dyraverðir lesi bloggið mitt, þá eru þeir hér með beðnir formlega afsökunnar á framferði mínu : )

Á sunnudeginum var ansi mikil þynnka í gangi og við lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en um 2. Við komum svo við á Lóninu og fórum í siglingu í sólinni og fengum sérlega VIP treatment, en við fórum í Zodiak, fengum ís fyrst og þar að auki fría ferð...þið hefðuð átt að sjá svipinn á úllunum!! Þeir voru að rifna úr afbrýðissemi!!
Við tættum svo í bæinn en í minningunni er ferðin ansi stress blendin en ég ætlaði á Metalica tónleika síðar um kvöldið. Það var ekki útséð með það hvort ég kæmist, enda umferðin gríðarlega mikil og við alltof sein á ferð. Gröfugengið, bróðir minn og vinir hans voru á eftir okkur og ég fór svo með þeim yfir Mosfellsheiði og beint á tónleikanna, sem voru asni magnaði og góðir. Ég mæti á svæðið eins og sannur rokkari, með skítugt hár, inna lyktandi af svitalykt og vínstækju, ómáluð og ekki fersk. Ég lét það þó ekki á mig fá...en verð samt að segja það að ég var mjög undrandi á því hvernig flestar pírurnar "héldu andlitinu" í svitanum og hitanum....spurning hvaða make-up dæmi þær nota?! Það er hins vegar alveg merkilegt hvað maður tekur eftir því á svona fjöldasamkundum hversu Íslendingar eru orðnir feitir, öööö....ekki smart! Og það sem meira var að ég hef sjaldan séð eins mikið af fólki beru að ofan...ja nema kannski á sólarströnd í útlöndum. Þar sem ég meika ekki þegar nakið ókunnugt fólk rekst utan í mig, líkt og í sundlaugum, þá var ég vel á verði á tónleikunum, því það er fátt ógeðslegra en þegar feitir, loðnir, sveittir, berir að ofan karlar rekast utan í mann! Ég var merkilega mikið á verði miðað við annars mikinn doða eftir helgina. Ég var svo föst á bílaplaninu hjá Óskari í um klukkutíma upp í Grafarvogi eftir tónleikana og var komin heim um 2 og sofnum um 3. Það er því skemmst frá því að segja að ég var ekki sæt í vinnunni á mánudaginn, enda 2. í þynnku. Svo tók við 3. og 4. í þynnku en ég held að ég sé að jafna mig í dag...loksins.

Það verður þó að segjast að það sem stendur uppi eftir helgina, eru þau ótal skemmtilegu og fyndnu atvik sem áttu sér stað og þær ótrúlega mörgu góðu samverustundir sem ég átti með vinum og fjölskyldu, svo ég tali nú ekki um að geta loksins komist út á land. Þessar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomin ár ekki síður en en ódrukkið áfengi : )
Þetta var frábær helgi og ég get ekki beðið eftir Tjaldað í túnfætinum 2005!!

P.S hver veit nema TÍT 2004 myndir verði settar inn á bloggið á næstunni?!

Thursday, July 01, 2004

Tjaldað í túnfætinum 2004

Já það er komið að því...stórviðburðurinn Humarhátíð á Hornafirði hefst á morgun. Tjaldað í túnfætinum 2004 -aka south Iceland road trip hefst þó í dag og innan skamms munum við Dögg, Anna og Freysi leggja af stað út úr bænum með harðfisk í annari og landakort í hinni. Ekki það að ég rati ekki til Hornafjarðar, landakortið er bara svona meira upp á stemmarann, vona bara að Dögg hafi munað eftir Vegahandbókinni.

Fyrir þá sem það ekki vita -og munu hugsanlega leggja leið sína á "Honnafjörð" þá verð ég í selskap við 3 aðrar ungar dömur að selja handverk okkar og hönnun. Þá erum við ekki að tala um litla sauðskinnskó eða lopapeysur heldur "hip og cool" dót eins og Kamilla myndi segja. Mæli eindregið með því að þið kíkið við, kaupið og styrkið þar með heismreisu mína haustið 2004 ; )

Það bíður okkar humarsúpa að hætti Hödda og bjórkútur í boði Ölgerðarinnar þegar við rennum í hlaðið. Það er víst að við munum ekki slá hendinni á móti þessum kræsingum, en þótt hvítvínið þykji alla jafna mikilvægt með humri, þá hef ég tamið mér bjórinn og líkar vel svona bjómar-bragð.

Ég get engan vegin leynt því að ég er orðin rosa spennt fyrir þessum viðburð, enda alger dreifari og ég elska þegar bærinn fyllist að fólki og maður getur loksins leyft sér að horfa á myndarlegu gaurana...sem eru ekki allir skyldir manni líkt og Hornfirðingar (það gæti m.a. verið ástæða þess að ég geng ekki út, m.a. ég er jú skyld meirihluta Hornfirðinga). Það eru tvö ár síðan ég var á Humarhátíð en ég var "notlega" í KBH í fyrra og var næstum búin að kaupa mér farmiða til Íslands í e-u bríaríi. Ég gerði það þó ekki og fór á Hróarskeldu í staðinn...reyndar á sunnudegi (það var uppselt áður en nýtt visa-tímabil kom, en það var beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu í mínum herbúðum á sínum tíma).

En jæja...best að tjekka á öllum veðurspánum!

Góða helgi!!