Sunday, June 20, 2004

Sveitasælan og sólstingur

Helgin sem bráðum er búin var ein sú besta sem ég hef átt í langan tíma...enda á út á landi lífið oft betur við mig en það sem gerist innan borgarmarkanna.

Undanfarið hef ég orðið þess æ meira áskynja hversu fáránleg uppbygging úthverfanna er. Það er ekkert að því að búa í úthverfi, en það sem er hins vegar fáránlegt við úthverfin er hversu ógeðslega langan tíma það tekur að komast orðið á milli borgahluta hérna, væntanlega þó einkum vegna þess að borgarbúar vilja ekki búa í fjölbýli heldur þurfa endalaust að vera að rembast við að reisa e-s steinsteypuklumpa sem þeim endist ekki ævin til að borga af. Föstudagurinn var svona týpíksur föstudagur þegar maður ætlar að útrétta ógeðslega mikið en kemst ekki lömnd né strönd vegna umferðarteppu alls staðar, meira að segja í botnlöngum! Nema hvað ég fékk semsagt formlega ógeð af bílamenningunni hér á fostudaginn og var í svo vondu skapi að ég hvæsti. Svo fór í í e-a vefnaðarvöruverslun þar sem ég hitti svo indæla konu að hún bjargaði eiginlega deginum fyrir mig, fyrir utan hvað efnin voru ódýr hjá henni. Kíkið í kaffi til þeirra í Saumasporinu við tækifæri, þið verðið ekki svikin!

Anyways...ég hafði fengið þá snilldarhugmynd í 17. júní í þynnkunni að fara í útileigu. Það fékk góðan hljómgrunn og á laugardeginum var tætt út úr bænum í átt að uppsveitum Árnessýslu. Við enduðum svo í Þrastaskógi..."vegna þess að það er bara fjölskyldufólk velkomið á Laugarvatni og það á að vera komin þögn á tjaldsvæðinu kl. 12!" Eins og ég segi, þá er einhleypu fólki mismunað á öðrum sviðum en í stærð matvæla (magn miðast yfirleitt við 2 eða fl.) Við fórum líka upp að Gullfoss og Geysi og allt það og fórum svo í kaffi á bæinn þar sem Óli var í sveit. Það var sko ekta að komast á sveitabæ í heimatilbúið bakkelsi, fyrir utan hvað það vakti upp margar æskuminningar að finna smá fjósalykt sem svíkur ekki!

Anna og Freysi hittu okkur svo í Þrastaskógi en þá var farið í að leita af tjaldplássi...sem var ekkert svo auðvelt því tjaldsvæðið var pakkað með treilerhás fjölskyldum og það má vitanlega ekki vera með hávaða e. 12! Fundum svo e-n lund þar sem við skelltum upp át og drykkjubúðum! Við grilluðum svaka góðan mat og drukkum vel með. Síðan skelltum við okkur á tjaldsvæðið þar sem við rifum upp stemmarann í e-u vinnustaðatjaldbúða dæmi frá Þorlákshöfn. Það var svaka stuð á okkur og vonandi mun ljósmyndaafraksturinn verða birtur á þessu bloggi innan skamms, þökk sé tæknuvæddu vinkonum mínum!
Í morgun rifum við okkur svo upp um hádegi og tættum af stað á Laugarvatn þar sem við lágum í bleyti í heitum potti í nokkra tíma. Síðan var ferðinni haldið á Þingvelli þar sem við gerðumst öllu þjóðlegri en á 17. júní og gengum um Þingvelli í einn og hálfan tíma og klifruðum um stokka og steina eins og smákrakkar og drukkum vatn úr Öxaránni eins og sannir fjallamenn og konur. Eftir þjóðlega klifurferð fórum við á Eyrarbakka þar sem við skoðuðum ættaróðalið hennar Önnu og fengum okkur að borða dýrindismat á Rauða húsinu. Þau fá alveg mín meðmæli, sérstaklega rúccola salatið með humri! Ég koma svo heim um 8, sólbrennd á nefinu, með vægar harðsperrur en stærðarinnar Sóleheimabros eftir æðislega helgi í uppsveitum Árnessýslu.

Það er gott til þess að vita að það tekur ekki langan tíma að fara út fyrir borgarmörkin, sérstaklega þegar maður er búin að fá yfir sig nóg af Sódómu Reykjavík. Get heldur ekki beðið eftir að komast heim í Hornafjörðinn á þegar stefnað verður tekin á "Tjaldað í túnfætinum 2004" betur þekkt sem Humarhátíðin á Höfn. Það verður eflaust mikið fjör enda alltaf stuð þegar við erum annars vegar ; )

2 Comments:

Blogger Kamilla said...

Oh, ég vildi að ég hefði ekki misst af þessu. Boohoo!

1:05 PM  
Blogger roald said...

vildi ég hefði heldur ekki misst af þessu....

ps. konan í Saumsporinu er alveg frábær. Sammála því sko. Og hræódýrt hjá ´enni.

4:41 PM  

Post a Comment

<< Home