Tuesday, June 15, 2004

Súrealísk sundferð

Já, já nú er heilsuátak á fullu...skellti mér í sund áðan og afrekaði það að synda 250 metra án þess að blása úr nös..ja eða svo gott sem. Síðan fylltist brautin af e-m sem voru að fara á sundæfingu eða eitthvað og ég ákvað bara að láta þessa sundæfingu eiga sig og vera með næst... Stefni samt á að geta synt kílómeter í lok sumars, jafnvel fyrr. Ef mér tekst það þá verð ég komin í betra form en gellurnar í Baywatch, en þær þurfa hvort eð er bara að synda 100 metra eða svo út í sjó hverju sinni. Samt er svo gott flot í sílikonbrjóstum að þær geta reyndar bara látið sig fljóta að þeim sem er að drukkna.

Fór svo í gufu og sá e-n gaur...elti hann svo í pottinn og sá þá að hann var ekkert sætur heldur var gaurinn í hinum pottinum verulega myndarlegur...en þegar ég sá konuna hans og krakkann ákvað ég að vera um kyrrt í mínum potti. Mitt í glápinu á gaurinn fór ég að heyra e-r stunur og mér varð litið til gellunnar sem var í nuddinu í pottinum. Þegar hún fór að stynja all verulega og lyftast upp og niður stóð mér ekki alveg á sama...kannski var hún með vatnsvarinn víbrador með sér í lauginni?! Þegar ómyndarlegi gaurinn fór líka að stynja (gellan var reyndar farin) þá ákvað ég bara að láta mig hverfa, það var aðeins of mikið af gröðu liði í þessum potti fyrir minn smekk.

Ég annars búin að finna mér nýjan starframa sem ég held að gefi ágætlega af sér miðað við minimum vinnusemi...nei, það er ekki að vinna á skrifstofu hins opinbera eða í símaskránni heldur að vera þjálfari í e-u íþróttum! Fyrir flesta þjálfara gildir reglan "eins manns puð er annars brauð" eða m.ö.o. þí getur haft það notalegt meðan e-r íþróttafríkur puða. Sjáum t.d sundþjálfa...þeir hanga bara á bakkanum í fötunum og segja öðru hverju; já takið nú 10 bringusundsferðar...já Gunnar góð handtök í skriðsundinu, haltu áfram á þessari braut" Og það sem meira er þá þarf maður ekkert að mæta í íþróttagalla, gæti þess vegna mætt á háhæluðum og pilsi ef það væri gott veður. Ég er að spá í að kynna mér þetta starf aðeins betur, ekki þar fyrir að ég þarf þá væntanlega að kynna mér sundgreinina aðeins betur, horfa á nokkra ólympíuleika og heimsmeistaramót, restina get ég lesið mér til um á Netinu ekki satt?!

Annars væri mest til í að þjálfa landsliðið í fótbolta, þá hefði ég löglega afsökun til að lumma mér í búningsklefann með þeim að loknum leik og stappa í þá stálinu ef þeir eru ekki að standa sig, já og gefa þeim koss á kinnina ef þeir eru rústa keppinautunum!
Þar sem íþróttalið eru oftast ansi þéttur félagsskapur, þá væri þetta eins og að eiga 18 hjásvæfur (geri ekki ráð fyrir að ég myndi nenna að tjilla með þeim utan vallarins) og hver væri ekki til í það?!

1 Comments:

Blogger roald said...

vá hvað ég hefði ekki farið úr pottinum...hefði bara joinað...tihihihi

12:19 AM  

Post a Comment

<< Home