Tuesday, June 22, 2004

Sporty spice

Það held ég að maður sé búin að vera duglegur í dag! Fór í leiðangur frá Alþjóðaskrifstofunni að skoða húsnæði sem er í boði fyrir erlenda stúdenta. Ég og Birna á ASK byrjuðum niður á Granda og enduðum upp á Barónstíg eftir nokkrar krókaleiðir. Eftir vinnu fór ég svo í sund og synti 500 metra...JÁ 500 metra! Fór svo heim og eldaði heilsufæði.

Núna sit ég svo fyrir framan sjónvarpið og er að fylgjast með leik "ættjarðar minnar" sjálfra Dana! Nú vantar mig bara einn kaldann Carlsberg og þá væri ég meira en góð...ok já ég veit að þá myndi ég drekka á mig mörina sem ég tapaði í sundinu, en hey það kemur dagur eftir þennan dag en EM er ekki á hverjum degi.

Passaði mig að ná upphafi leiksins svo ég gæti tjekkað gaumgæfilega á Dönunum og keppinautum þeirra í extreme close-up og ég er að segja ykkur að Danir brugðust mér ekki núna frekar er fyrri daginn. Ætla að reyna að fá æfingamyndbönd frá landsliði Dana svo ég geti horft á þá á hverjum degi ef mér sýnist svo!

En jæja...nú er það 150% einbeiting

0 Comments:

Post a Comment

<< Home