Monday, June 07, 2004

Mánudagur til mæðu

Eftir annasama og skemmtilega sólarhelgi er ég frekar þreytt...með svona áframhaldi verð ég orðin verulega "lifuð" fyrir aldur fram. Hef því hafið heilsuátak nr. 24.

Ég fór með pabba rokk á Deep purple upphitunartónleika á Nasa á fimmtudaginn og það var ansi mikið stöð. Þeir Páll Rósinkrans og co. voru bara nokkuð góðir og ég get ekki sagt annað en ég hlakki til að fara á alvöru tónleikana. Er strax farin að spá í hverju ég á að vera...verð að finna mér eitthvað rokkað outfit!

Á föstudeginum hélt ég síðbúið afmælisboð og sló upp humar-sumarveislu og bauð genginu. Við gerðum Mojito bollu og voru þ.a.l ansi hress og skemmtileg! Síðan héldum við niður í bæ en ég hafði því miður ekki mikið úthald enda búin að eta og drekka ótæpilega.

Á laugardaginn var fjölmennt í sund til að pústa út þynnkunni og síðan fórum við Kamilla og Dögg á ljósmynndasýningu í ljósmyndaskóla Sissu. Sýningin var fín og margt áhugvert í gangi. Mæli með sýningunni en henni líkur einmitt í dag svo endilega hafið hraðann á. Um kvöldið var hittingur hjá Kamillu og við héldum svo -surprise-surprise- út á lífið. Fínt djamm.

Sunnuagurinn -þvottadagurinn mikli- var góður enda sól og sumar niður í bæ, sund, ísrúntur o.fl. eða ekta sumar-tjilldagur.

Eins og gefur að skilja er ég frekar þreytt eftir helgina en svefnleysi eftir helgina má einnig rekja til annars en útstáelsis en svo virðist sem margra mánaða lágdeyða hjá parinu á efri hæðinni hafi tekið enda í gær. Þau eru annars frekar reglusöm með þetta og má næstum segja að það sé hægt að stilla klukku eftir planinu þeirra sem á sér yfirleitt stað milli 12 og eitt aðfaranætur mánudaga, mér til lítillar ánægju þar sem ég er yfirleitt mjög þreytt eftir helgarútstáelsi. Og það var sko maraþon hjá þeim í gær...

Er í vinnunni að hringja til Frakklands...djö..er ég sleip í frönskunni!

1 Comments:

Blogger roald said...

vá hvað ég er að sakna djammsins með ykkur :(

9:03 PM  

Post a Comment

<< Home