Wednesday, June 09, 2004

Óhagstæð kattamatsinnkaup

Var í Melabúðinni áðan, þeirri snilldarbúllu. Þá var mér litið á afgreiðsluborðið hjá gaurnum fyrir framan mig. Það var haugur af instant kattamat, svona one meal in one packet, og nokkrir hlutir til manneldis. Ég leiddi að því hugann hvaða sorglegi og einmanna gaur gerði svona vel við köttinn sinn og mér var litið upp. Sjálfur Dabbi Odds stóð þá við hliðina á mér, hver annar hefur efni á að gera svona vel við köttinn sinn?!...en hvernig var það...átti hann ekki hund?! Ég myndi að sjálfsögðu kaupa skynsamlegra inn, t.d. dósakattamat (meira fyrir minna) en ég efast stórlega um að Dabbi þurfi að velta svoleiðis smáatriðum fyrir sig. Hann reiddi fram þúsarana meðan ég gramsaði eftir visakortinu mínu í veskinu mínu með ónýta rennilásnum og varð óneitanlega hugsað til ólíkrar stöðu okkar. En hey, mér er alveg sama...ég er hvort eða er búin að fá yfir mig nóg af þessu fjölmiðlafrumvarpi og ég frekar sátt við að versla á visa í stað þess að liggja inn í einhverri skrifstofu og grúa mig yfir leiðindar pappíra og pæla í öllu og engu sem tengist fjölmiðlafrumvarpinu...svo ég tali nú ekki um togstreituna sem hefur skapast milli þeirra einstaklinga sem teljast stjórna landinu og lýðnum á einn eða annan hátt.

OK-ég veit að ég er ekkert sélega "politically correct" núna í ljósi þess að ég hyggst starfa við fjölmiðla e-n tíman á lífsleiðinni svo auðvitað "ætti" ég að vera á kafi í þessari umræðu. Það verður þó að segjast...og ég held að við getum verið öll sammála um það ...að þessi umræða er orðin frekar þreytt, hvort sem við þorum að viðurkenna það eða ekki.

En mikið rosalega er Ástþór Magnússon mikið fílf! Ég las í frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem talað var við Ástþór en þá var hann akkúrat á 150 km hraða á Kelfavíkurveginum að elta Ólaf Ragnar til að reyna að fá svar við því hvort myndi taka áskorun Ástþórs um að mæta í sjónvarpskappræður á móti honum. Ég held að manninum væri nær að spara sér þessa 100 kalla sem fara í kostningabaráttuna og fara frekar í geðrannsókn, ja eða íslenska ríkið ætti kannski að blæða og þá myndum við kannski ekki hafa þennan vitleysing fyrir augunum í nokkra mánuði. Það á að setja hann inn á Réttargeðdeildina að Sogni, þar á hann heima. Ja það væri sko sumarfrí að losa við feitra karlinn með gúppífiska augun úr fjölmiðlunum, vælandi um að hann fái ekki neina umfjöllun og væl, væl! Aumingja konan hans, það getur ekki verið að hún vaði í vitinu...með fullri virðingu fyrir henni.
Sem betur fer skilja útlengingar fæstir íslensku svo þeir skilja ekki þá endemis vitleysu sem kemur út úr Ástþór í fjölmiðlum. Það verður seint sagt að þessi maður sé þjóðinni til sóma.

Af hverju fær maður alltaf samviskubit yfir að vera innandyra þegar það er sól og gott veður hér á Íslandi?! Ég er núna í þessum skrifuðu línum upp í rúmi, gónandi út um gluggan á húsþökin á hinum stúdentagörðunum (já svona er útsýnið hjá mér). Auðvitað ætti ég að vera úti að gera eitthvað...en hvað? En ég er ekki með garð sem ég get spólað í og potað niður garðálfum, ég er ekki með krakka í vagni, svo ég get væntanlega ekki farið út á röltið með einhvern gemling, og ég þoli ekki að skokka, svo það er lost case.
Ég held að maður fái alltaf samviskubit af því að það er svo sjaldan gott veður hérna, það er allavega mín kenning. Þegar ég bjó útí KBH síðasta sumar þá fékk ég ekki einu sinni móral af því að leggja mig eftir vinnu ef það var sól...ÞVÍ ÞAÐ VAR 80% líkur á að það yrði sól daginn eftir. Síðasta sumar var reyndar óvenju gott í KBH, það hefur kannski e-ð að segja, fyrir utan hvað það var gaman að versla þar og hvað það eru miklu fleiri sætir strákar þar en hér.

Bæ þe vei...ég kynntist niðurskurði á Landspítalanum-unihospital að eigin raun í dag. Ég hringdi í e-a gellu til að fá upplýingar um hvort ég gæti fengið afrit af KB-kjaftæðis-áverka vottorðinu. "Já, já það er hægt en þá þarf ég að fá skrifalega beiðini og þú þarft að ná í vottorðið sjálf á opnunartíma"...sem er er akkúrat vinnutíminn minn....Í ALLT SUMAR! og NEI, pakkið getur ekki skutlað þessu dæmi í afgreiðsluna..."því eins og þú eflaust hefur tekið eftir í fjölmiðlum þá er mikill niðuskurðuð á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi svo þú verður að ná í þetta........! Þegar ég heyri svona rugl (ofan á allt hitt KB-kjaftæðið) langar mig mest af öllu að öskra og ganga berseksgang....en þar sem ég er nýbyrjuð í nýrri vinnu þá reyndi ég að bæla niður mestu reiðina. Svo...surprise, surprise...er rukkara gellan á KB farin í sumarfrí fram í hið óendanlega af því er virðist. Það verður seint ofsögum sagt að allt sem tengist samskiptum við opinberlega aðila gangi vel fyrir sig þegar ég á í hlut....ég er virkilega farin að halda að ég sé með e-a neikvæða opinbera orku! En ég neita þó alfarið að taka á mig alla sökina því það er einfaldlega allt of mikið af fílfum í íslensku þjóðfélagi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home