Friday, June 18, 2004

Framhaldssaga mánaðarins

Á miðvikudeginum fórum við gellugengið út eftir að hafa analysereað allt milli himins og jarðar...tættum niður í bæ og þegar við vorum hálfnaðar ákváðum við að taka leigubíl...Döggin veik og svonna. Ég sá kramda mús, og við erum að tala um alveg blað-þunna. Merkilegt hvað klærnar héldu sér þó.

Við fórum fyrst á Ölstöfuna og settumst í stúku, höfðum gott útýni og blönduðum geði við gesti og gangandi. Það settust e-r RÚV gaurar hjá okkur og hvað haldið þið annað en ég hafi óvart hellt rauðvíni yfir andlitið á einum (eitt sinn sjensi)...en það var notlega ekki mér að kenna heldur gaurnum sem rakst í mig. Mér dettur ekki í hug að taka ábyrgð á svona löguðu enda var ég einungis milligönguaðili rauðvínsins sem lennti í andlitinu á gaurnum.

Jæja svo ætluðum við á KB, en biðröðin þar var eins og biðröð eftir brauði í fyrrum Sovétríkjunum...ekki sniðugt. Svo þá skildust leiðir og ég og Dögg fórum á Celtic og Anna hélt áfram að reyna við KB. Á Celtic hitti ég sætann og skemmtilegann gaur (sem gerist ekki oft svo ég ákvað að tjatta meira við hann). Hann var álíka hrifnuminn af mér og ég að honum -eða svo sagði hann 10X og ég bara brosti og tók Fegurðardrottningarveifið, ekki sérlega góð að taka drukknu hrósi. Nú svo kemur e-r gella (dökkhærð með græna hringi um augun sem stundum er kallað augnfarði, sennilega fædd á 9. áratugnum og því ekki búin að ná sama forskoti og ég í hamborgara- pizzumenningunni.) Anyways, þau fara að spjalla og ég hafði nú allan varann á en ég hafði séð þau spjalla saman um kvöldið. Síðan næ ég gaurnum á eintal og ítreka það að ég ætli ekki að vera varaskeifa og segi honum að það sé e-r gella að bíða e. honum. Nú hann náði að fullvissa mig um að ég væri engin varaskeifa, ég væri alltof mikil gella til þess. Nú þar sem reynsla mína af gaurum fæddum á 9. áratugnum hefur ekki verið sérlega góð upp á síðkastið, þá ákvað ég að bregða á það ráð að spyrja gaurinn um skilríki, svona til að ég væri ekki að eyða tímamínum í e-ð óþarfa hjal! Nú hann reyndist vera fæddur á 8. áratugnum og það sem meira var, 5 árum eldri en ég. Það þótti mér plús þar sem flestir ungkarlar á þessum aldri eru með e-ð pakkatilboð á bakinu þegar þeir eru komnir á þennan aldur, þ.e.a.s krakka og e-ð og ég nenni ekki e-u svoleiðis, bara svona til að hafa það á hreinu. Allavega, svo fór daðrir nú að aukast og hann hélt áfram að sannfæra mig um að ég væri flottasta gellan á svæðinu og daðrið var í hámarki. Svo fórum við í þennan líka rokk sleikinn, kemur þá ekki gellan askvaðandi og bankar í okkur og öskrar skrækri röddu "hvað er eiginlega í gangi hérna, er það svona sem þú kemur fram við mig?!" OG ÞAÐ VARÐ ALLT VITLAUST! Ég dró mig til hlés og fór frá, vitandi að ég væri aðeins of mikil gella til að standa í rifrildi við e-r fyrrum runner-up í fegurðarsamkeppni Gullbringu-og Kjósasýslu! Hitti þá vin gaursins, sem þóttist ekki vita neitt um neitt....alltaf sama samsærið! Þegar þetta fór að dragast á langinn og garuinn var augljóslega að sleikja fíluna úr litlu stelpunni, mundi ég, MÉR TIL MIKILLAR ÁNÆGJU að ég væri enn með debetkortið hjá gaurnum! Svo á meðan á þessu rugli stóð þá bauð ég sjálfri mér og vini gaursins upp á bjór....MEÐ KORTINU HANS! Enda sniðug stelpa þarna á ferð. Sé ég svo ekki hvar gaurinn töltir í burtu með gelluna. Ég var því augljóslega úr leik í það skiptið...EN EKKI DEBETKORTIÐ! Til að gera langa sögu stutta þá "splæsti gaurinn" á alls 6 bjóra og leigubílinn fyrir mig heim, og það var stórhátíðartaxti! Ég held að ég hafi náð að láta hann muna eftir mér. Því miður er þetta ekki VISA, því þá væri ég og vinkonur mínar á leið í helgarferð!

Ekki þar fyrir að ég er nú ekki alveg svona vond. Ég ætla að hafa samband við hann með e-m leiðum og bjóðast til að borga útgjöldin....en ef ég næ ekki í hann...well hann óheppinn að vera ekki skráður í símaskránni. Ég var samt að komast að því að það er e-r gella skráð á sama símanúmer...sú held ég að verði reið þegar hún kemst að því að gæjinn hafu látið kortið frá sér...hvað er það?! Þetta kennir honum kannski að treysta ekki öllum sem verða á vegi hans.
Það verður því spennandi að fylgjast með næsta skrefi í þesari dramasögu...verst er ef hann er svo kannski smá klár þá gæti hann haft upp á mér!

Í gær fórum ég ,Dögg, Óli, Anna og Silja saman í Blá lónið til að sleikja sólina og fá smá brunku. Þetta var mjög anti-þjóðlegur dagur hjá okkur þrátt fyrir einkar þjóðlegann dag. Við byrjuðum á því að koma við á McDonalds, einu helsta tákngervi banradískrs menningarauðs. Það klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, enda eru Flugleiðir nú farnir að fljúga svo títt á milli USA og Íslands svo að hormónakjötið er ekki nema nokkra daga gamalt þegar það kemur á McDo. Eftir það fórum við í Blá og flutum innan um leðjutúrista, sem gerðust jafnvel svo djarfir að maka leðjunni í hárið á sér! Eftir nokkra tíma í bleyti fórum við og elduðum tortillasveislu sem var mjög góð. Sumsé allt frekar anti-þjóðlegt sem við gerðum í gær.

Um helgina ætlum við svo í útileigu út á land og kynna okkur lifnaðarhætti Snæfellsnessins. Eflaust margt áhugavert að sjá þar enda hef ég aldrei komið lengra út á nesið en til Stykkishólms.

Well well....ég þarf að fara að kynna mér heimasíðu Hagstofunnar svo ég geti skipt um nafn strax á mánudaginn!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home