Tuesday, June 01, 2004

Ferða- (og sukk)sagan!

Jæja þá er ég komin til landsins nokkrum túsundköllum fátækari en mörgum minningumi ríkari

Við Anna Lind lentum um miðnætti á fimmtudeginum í KBH og var stefnan tekin beint á barinn eftir að við höfðum dáðst að nýju íbúðinni hennar Röggu Ló...rosa fancy! Við stelpurnar- ásamt fleirum-tókum stefnuna á Moose...shabby bjórbúllu og Íslendinga hangout með meiru en þrátt fyrir oft á tíðum ansi mikla sána stemmingu þá er það yfirleitt þess virði að fylla sig þar, enda tveir fyrir einn á fimmtudögum, laugardögum og þriðjudögum. Það er skemmst frá því að segja að þessir dagar eru ansi vinsælir til að svala þorstanum og fimmtudagurinn var þar engin undantekning! Fyrst komum við við á Wallstreet sem er leiðinlegur staður í meira lagi en eflaust mjög skemmtilegur ef maður fílar danskt rapp og gaura sem eru augljóslega utan að landi og hafa hellst aftur úr tískulestinni.

Þegar ein íslensk gella og vinkona mín hvarf fljótlega til að sinna kalli nátturunnar og kom ekki aftur, en klósettin á Moose eru ekki heillandi svo það er sniðug hugmynd að svara kalli náttúrunnar annars staðar...,,say in someones bed"! hehehehe sat ég ein eftir með bros á vör og dró að mér Stevie úr that 70' show...bara sætari, en svona grínlaust þá var gaurinn með krullur, í brúnum leðurjakka og með sólgleraugu. Ég spjallaði við hann dágóða stund en þar sem kauði er frá Álaborg varð ég svolítið að kinka kolli og sagði bara ,,já...aha...ég skil (EKKI ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR). Nú meðan á samtali okkar stóð var hann allan tíman með sólgleraugun og ég starði í speglaglerið og reyndi að sjá hvort gaurinn var með gerviauga eða kannski rangeygður eða tileygður en það eina sem ég sá, var að ég þyrfti að fara í húðhreinsun! Nú ég komst að því síðar um morguninn að augun á honum voru í lagi og einnig að gaurinn rataði EKKERT í KBH...hélt í alvörunni að Amager væri í grennd við Strikið...but hell no! Meira að segja ég...úlinn sjálfur, rata betur í kBH en hann!

Á föstudeginum leit ég út eins og það hafi vöruflutningabíll keyrt yfir mig...og bakkað líka- ekki sérlega sæt þann daginn. Ég lét það þó ekki aftra mér í innkaupaferðinni minni þarf sem ég var með VISA tilbúið á lofti í nokkra tíma, svo gott sem til einskins því ég fann fátt annað en nærföt, sokka ...já og efni til að sauma úr...sem er frekar hallærislegt í ljósi þess að maður vill kaupa tilbúin föt í útlöndum en skrapar saman fyrir efnispjötlum hér á landi! Um kvöldið átti ég svo afmæli....(ég er að gefa ykkur færi á að óska mér til hamingju með daginn...þeir taka það til sín sem eiga það ; ) ) og við gellurnar fórum á indverskan stað og átum á okkur gat eins og sönnum íslenskum konum sæmir. Eftir það fórum við á Peder Oxe sem er kokteilabar og þar drukkum við nokkra kokteila á chick-friendly verði og blikkuðum alla sætu garuana enda vorum við í sleika keppni sem byggist á því að hver sem fer í sleik við gaur fær eitt stig, tvö stig fást fyrir ljóta gaura (það vill enginn kyssa þá), 0,25 stig fyrir stráka undir 20 ára (þeir eru svo auðveldir), 0,25 stig fyrir karla yfir 50 (líka svo auðveldir) 5 stig fyrir gaurar sem við vorum allar sammála um að væru myndarlegir (einn féll þó niður í 2 stig þegar líða tók á kvöldið sökum ölvunar=auðveldari). Síðan voru gefin 3 stig fyrir að stinga undan dönskum stelpum. Þess ber þó að geta að ekkert stig fékkst fyrir að slefa upp í Íslending...þar sem það jafngildir að kyssa skildmenni í útlöndum!
Við vorum því í miklu stuði eins og geta má þetta kvöld og tókum stefnuna á Riesen og Idealbar enda eru þessir staðir annálaðir fyrir hátt hlutfall myndarlegra danskra karlmanna og það kom á daginn að það hefur ekkert breyst! Kynjahlutföllin voru okkur mjög hagstæð í byrjun á Idealbar en það var cirka 70/30 kk á móti kvk! en því miður snérust hlutföllin við þegar líða tók á kvöldið. Við sáum tvífara Jónsa í Svörtum fötum og ég var búin að hugsa mér að vinda mér upp að honum og segja; ,,skjús mí! Did you compete for Iceland in the Eurovision song contest recently?" en hann rétt slapp. Eftir að hafa slefað yfir myndarlegum gaurum fór ég heim að sofa til að safna orku fyrir laugardaginn en þá átti sko heldur betur að taka á því og rústa sleik-keppninni!

Laugardagur
Búðir enn og aftur...enda síðasti sjens. Lenti næstum undir 500 brjáluðum magadansmeyjum sem voru að dilla sér á Strikinu vegna carnivals í KBH...en ég rétt náði að skjóta mér inn í búð þar sem ég festi kaup á gríðarlega fallegu skópari :) Um kvöldið fórum við Gróa og Guðrún á djammið sem var svaka stuð. Síðan hringdi Reynir í mig og við hittumst á Cozy bar eftir miklar hremmingar! Fyrir það fyrst var enginn taxi á Amagertorv og ég var bara einfaldlega ekki að meika að þramma á háhæluðum skóm nokkrar götur...svo ég fékk mér hjólastrák sem púlaði fyrir mig fyrir smáaura. Það var geggjuð biðröð fyrir utan Cozy bar sem er hommastaður. Nú þar sem ég meika ekki biðraðir þá ætlaði ég rétt að skjóta mér framhjá og koma með einhverja klassíska sögu sem virkar yfirleitt hér á Fróni. Hommaskarinn ætlaði að tryllast og ég hef aldrei orðið fyrir eins miklu kynferðislegu áreiti, þrátt fyrir að þeir hefðu engan kynferðislegan áhuga á mér þá vissu þeir hvernig á að bæla mann niður! Helv...hommarnir!!! og NOTA BENE nú er ég að tala um einstaklinga í þessari biðröð...ekki alhæfa um samkynhneigða karlmenn...þeir gjörsamlega trylltust og einn ætlaði að henda mér niður stigann sem er jafn brattur og tréstigi í elstu húsunum upp á Árbæjarsafni og hann hefði hæglega getað hálsbrotið mig! Ef þið eruð ekki alveg að ná myndinni reynið að ímynda ykkur cirka 30 homma sem skríkja og öskra eins og hópur af hænum og ein og einn leðurhomma sem reynir að hálsbrjóta mig...og svo mig haldandi dauðahaldi í stigahandriðið mjög svo miður mín á kynjahlutföllunum og þeirri staðreynd að í fyrsta skipti á ævinni var ég gjörsamlega fótum troðin og átti mér einskils ills von nema gefa undan og fara að væla! En þá kom SUPERWOMAN til hjálpar og huggaði mig...en það gat náttúrulega ekki annað verið en að bjargvættur minn myndi hafa kenndir til kvenna- jafnt sem karla- en bjargvættur minn var sumsé bæjari frá Pakistan! Hann hjálpaði mér að gleyma niðurlægingunni (að láta 30 karlmenn öskra á sig eins og 50 kerlingar...og ná yfirhöndinni) en við ræddum um stöðu samkynhneigðra í Pakistan og hann sagði að það væri miklu betra að vera samkynhneigður í KBH en heimalandi sínu...well go figures!

Þegar ég komst loksins inn til Reynis, Guðna og vina þeirra var mér borgið og gleðin tók við. Við héldum áfram á djamminu langt fram undir morgun og dönsuðum gleðidans við ABBA sypu á Nevermind eftir að við höfðum yfirgefið kvennfyrirlitningastaðinn Cozy bar! ...kíktum svo á McDo til að ná upp tapaðri orku ; )

Sunnudeginum var eytt í þynnku í Kongens Have...eins og gefur að skilja enda var þreyta í fólki eftir annasama verslunar- og drykkjuhelgi. Það var ansi ljúft og ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi...að ég ætti að reyna að sækja um að fá Amalienborg leigða út svo ég gæti opinberlega átt heima í Kongens Have...og já já ég set það ekkert fyrir mig að passa eitthvað drottningardjásn...það væri bara gaman að bjóða fólki í þemapartý!

Kom svo heim í gær og það var gjörsamlega ekki þverfótandi fyrir Þjóðverjum á flugvellinum og í vélinni heim...sem betur fer gat ég sofið af mér þeirra ,,fagra froðusnakk!!" um allt og ekki neitt....en aðalega kvíðaumræður um verðlag á Íslandi.

En úrslit helgarinnar verða því miður ekki gefin upp hér að sinni en þau voru skemmtileg og sum komu á óvart! Hins vegar vorum við stelpurnar flestar sammála um þá niðurstöðu (byggist þó ekki eingöngu á helginni) að danskir strákar væru einkar gefandi og myndu setja sjálfa sig í 2. sæti...á meðan íslenskir strákar setja sig flestir í 1. sæti...það má þó ekki alhæfa út frá þessum niðurstöðum enda byggjast þær á eigindlegum rannsóknaraðferðum og útrakið er ekki ýkja stórt. Aðrar niðurstöður benda til þess að íslenskir strákar séu fjarskafallegir í samanburði við þá dönsku og þau ykkar sem hafa verið í KBH vita hvað ég á við. Ekki nóg með það, þá sáum við danskan tvífara Orlando Bloom en ég veit ekki til þess að neinn íslenskur strákur geti talist tvífari Orlandi Bloom. Niðurstöður benda því til að það halli ansi mikið á íslenska stráka þegar svona samanburður er tekinn upp og skýrir það eflaust af hverju æði margar íslenskar stelpur sækja til Danmerkur til lengri eða skemmri tíma en það gengur náttúrlega engan vegin að giftast fjölskyldumeðlimi og eignast innbreaders! Ég hef því ákveðið að ef það kemur til þess að ef ég enda uppi sem kona einsömul þá mun ég leita til Strokens kilinik, og kaupa mér dollu af dönsku gæða sæði!

2 Comments:

Blogger Ingi said...

Frábær saga!
Og thúsund thakkir fyrir súkkuladid, thví var slátrad á mánudagsmorgni. Bumbubúinn var sérlega ánægdur med thad.
Hlakka til ad sjá thig aftur, thví thar sem thú ert, thar er studid! ;-D

8:54 AM  
Blogger roald said...

blogga blogga blogga...

10:12 PM  

Post a Comment

<< Home