Sunday, June 27, 2004

Þar lágu Danir í því!

Samúð mín er með Dönum í dag. Það var leitt að þeir unnu ekki Tékkana, sérstaklega í ljósi þess að dönsku landsliðsmennirnir eru með hærri meðaleiknunn hvað útlit varðar, en þeir tékknesku. Ég horfði semsagt á leikinn og áður en útsending hófst var rifjaður upp sigur Dana á EM árið 1992 og það helltist yfir mig svona þjóðarstoltstilfinning, svona eins og þegar ég las í Mogganum að íslenski hesturinn fengi jafnvel að vera með í opnunaratriðinu á vetrarólympíuleikunum í Kanada, jú og þegar ég las frétt þess efnis að við værum 5. mesta bjórdrykkjuþjóð í heimi...kaupi það reyndar ekki alveg, en Írar komust ekki einu sinni á blað yfir topp 10.

Ég ætlaði að vera grand á því áðan og keypti mér grísasneiðar og kartöflusalat. Þetta var mjög gott og allt í lagi með það...þangað til ég fékk herfilega í magann og er enn með í maganum. Þar sem ég á mér ekkert líf þá ákvað ég að tæta niður í 10-11 og bera fram kvörtun, því ekki nóg með að þetta kostaði helling þá sit ég uppi með mat sem ég er ekki að fara að elda aftur. Þau í 10-11 sögðu mér að hafa samband við SS, því þeir myndu víst greiða svona lagað margfalt tilbaka. Ég er nú ekki búin að gera það upp við mig hvort ég bjalli í þau í SS, hefði gert það núna ef þau væru með einhverja kvöld-kjöt-símalínu. Samtalið gæti orðið eitthvað á þessa leið; Góðan daginn, ég keypti ket í 10-11 á Eggertsgötunni í gær, svona mexikólegnar gríðasneiðar en ég var búin að bjóða tengdó í mat og ætlaði nú aldeilis að heilla þau upp úr skónum, enda í fyrsta skipti sem ég býð þeim formlega heim til mín. Ég steikti svo grísinn á pönnu alveg í gegn og svo settumst við að snæðingi. Það höfðu komið með dýrindis rauðvín sem er víst rosalega gott með grís. Það er svo ekki annað nema þegar við erum sest inn í koníaksstofuna að matinum loknum þá fáum við bara hvert af öðru svona líka herfilega í magann. Ég var auðvitað alveg miður mín, og athugaði með dagsetningar á kjötinu sem reyndust vera í lagi. Ég skil samt ekkert í þessu en sem meðlæti vorum við með kartöflur og salat sem var allt nýtt. Ég ræddi við vaktstjóra 10-11 og hann benti mér á að tala beint við ykkur, og mín spurning er því þessi, hvernig takið þið á svona kvörtunum? (lesist með rödd Bibbu á Brávallagötunni)

Ef við höfum í huga komandi helgi, Tjaldað í túnfætinum 2004 og allan mannskapinn sem þar verður, væri ekki amalegt að fá inn nokkra grísi að mexikönskum hætti, ja og kannski nokkra íslenska sauði með. Það er því kannski ekki svo galin hugmynd að bjalla í SS.

Á fimmtudaginn fór ég á Deep Purple sem voru ansi góðir og komu verulega á óvart sé aldur þeirra hafður í huga. Það var þó fleira sem kom á óvart, en það var crowd-ið sem var þarna, en ég veit ekki hvað sumt af þessu fólki heldur sig, það er svo sannarlega ekki í Kringlunni eða á Laugaveginum og því síður á skemmtistöðunum sem ég stunda. Ég að tala um síðhærða stráka á mínum aldri í fatnaði sem hefur ekki verið fyrir augum almennings síðan á 10.áratugnum þegar Jet black Joe var upp á sitt besta. Þeir eru örugglega alltaf í e-m hasspartýjum...djös...dópistar! Annað sem kom á óvart var allt fulla liðið, svo ég tali nú ekki um fullu kellingarnar en ég spottaði meira að segja tvær sem voru komnar á trúnó um 10-leytið. Við vorum á góðum stað en þrátt fyrir það sá ég ekki sérlega mikið enda í klassískri kvennhæð, 170 cm. Við hliðina á okkur var eitthvað gengi um 30 og þar á meðal svona ekta "Brúðkaupsþátturinn JÁ-par" hún svona freek og hann bara rænulaus karlmaður sem gerir allt eins og gellan segir. Hún var fokking óþolandi og alveg óð með tyggjóið, leit út fyrir að vera á spítti en á sama tíma leit hún líka út fyrir að vita ekki hvað spítt er. Gæjinn hennar var eins og Pocahontas, já Pocahontas er sæt...en hún er stelpa. Hann var semsagt mjög fínlegur og krullótta niður-að eyrum-hárið hans var ekki að undirstrika neina karlmennsku. Hann leit út fyrir að vera svona frjálsíþróttagaur, örugglega rakaður á fótunum til að minnka vindmótstöðuna í spretthlapinu. Þessi hárgreiðsla hans átti þó heldur betur eftir að koma sér vel og vera eitt helsta kennileiti fyrir staðsetningu Helgu sis og Óskars en í eina bjórleiðangrinum sem lagði í, fann ég þau eftir að hafa spottað Krulla út í fjöldanum. Bjórinn var líka svo ógeðslega dýr að ég ákvað að láta ekki freistast oftar en einu sinni -lítil dolla á 500, það gerir líter á 1500 sem brýtur í bága við mannréttindi.

Núna er ég að horfa á Helgarsportið eins og sannur sportisti (right). Það var viðtal við e-n nýjann fimleikaþjálfa sem var að dásama aðstöðu til fimleika iðkunar á Íslandi og hann sagði m.a. að það væri nauðsynlegt að byrja ungur að æfa til að ná árangri. Þá rifjaðist upp fyrir mér fimleikadellan sem ég fékk einu sinni í sveitinni. Ég byrjaði því að æfa mig sjálf í túnfætinum og þá var vitanlega ekki hægt að keyra með mig á e-r fimleikaæfingar 30 kílómetra nokkrum sinnum í viku. Ég var orðin nokkuð góð í arabastökki, handahlaupum og fl. Þessar æfingar dugðu mér þó ekki til að komast á toppinn, en ég held reyndar að ég hafi áttað mig á því á miðju æfingatímabilinu að ég myndi seint komast á toppinn, en æfingartímabilið varði þó ekki lengur en eitt sumar eða svo. By the way...hver sér eiginlega um lagaval í Helgarsportinu...það er verið að spila Baywatch lagið undir myndum frá sundkeppnismóti...hvað er það?!

En nóg um Helgarsportið...nú er Spurt að leikslokum og farið yfir leiki dagsins...best að tjekka á því.

Eins og ég segi...ég á mér stundum ekkert líf og með þessu áframhaldi mun rassgatið á mér verða svo stórt að ég þarf að borga tvö flugsæti og kaupa efni í fermetratali þegar ég ætla að sauma á mig föt, auk þess sem ég mun þá alveglega útiloka þann möguleika að einhver karlmenn vilji þýðast mér og því síður til langframa. Ja nema kannski þeir sem fíla feitar konur sem eiga 5 ketti...já ég verð pottþétt feit kattakona sem lifir fyrir að horfa á karlmenn spila fótbolta og kvarta undan skemmdum mat. Ég er samt að byrja annað heilsuátak! Drekka minna, vill heldur ekki vera lifuð feit kona, synda meira og borða hollan mat! Rock on! ...eða þannig!

p.s...what goes around...comes around...týndi debetkortinu mínu í gær...eftir því sem ég best veit hefur ekki enn verið tekið út af því.

Tuesday, June 22, 2004

Sporty spice

Það held ég að maður sé búin að vera duglegur í dag! Fór í leiðangur frá Alþjóðaskrifstofunni að skoða húsnæði sem er í boði fyrir erlenda stúdenta. Ég og Birna á ASK byrjuðum niður á Granda og enduðum upp á Barónstíg eftir nokkrar krókaleiðir. Eftir vinnu fór ég svo í sund og synti 500 metra...JÁ 500 metra! Fór svo heim og eldaði heilsufæði.

Núna sit ég svo fyrir framan sjónvarpið og er að fylgjast með leik "ættjarðar minnar" sjálfra Dana! Nú vantar mig bara einn kaldann Carlsberg og þá væri ég meira en góð...ok já ég veit að þá myndi ég drekka á mig mörina sem ég tapaði í sundinu, en hey það kemur dagur eftir þennan dag en EM er ekki á hverjum degi.

Passaði mig að ná upphafi leiksins svo ég gæti tjekkað gaumgæfilega á Dönunum og keppinautum þeirra í extreme close-up og ég er að segja ykkur að Danir brugðust mér ekki núna frekar er fyrri daginn. Ætla að reyna að fá æfingamyndbönd frá landsliði Dana svo ég geti horft á þá á hverjum degi ef mér sýnist svo!

En jæja...nú er það 150% einbeiting

Sunday, June 20, 2004

Sveitasælan og sólstingur

Helgin sem bráðum er búin var ein sú besta sem ég hef átt í langan tíma...enda á út á landi lífið oft betur við mig en það sem gerist innan borgarmarkanna.

Undanfarið hef ég orðið þess æ meira áskynja hversu fáránleg uppbygging úthverfanna er. Það er ekkert að því að búa í úthverfi, en það sem er hins vegar fáránlegt við úthverfin er hversu ógeðslega langan tíma það tekur að komast orðið á milli borgahluta hérna, væntanlega þó einkum vegna þess að borgarbúar vilja ekki búa í fjölbýli heldur þurfa endalaust að vera að rembast við að reisa e-s steinsteypuklumpa sem þeim endist ekki ævin til að borga af. Föstudagurinn var svona týpíksur föstudagur þegar maður ætlar að útrétta ógeðslega mikið en kemst ekki lömnd né strönd vegna umferðarteppu alls staðar, meira að segja í botnlöngum! Nema hvað ég fékk semsagt formlega ógeð af bílamenningunni hér á fostudaginn og var í svo vondu skapi að ég hvæsti. Svo fór í í e-a vefnaðarvöruverslun þar sem ég hitti svo indæla konu að hún bjargaði eiginlega deginum fyrir mig, fyrir utan hvað efnin voru ódýr hjá henni. Kíkið í kaffi til þeirra í Saumasporinu við tækifæri, þið verðið ekki svikin!

Anyways...ég hafði fengið þá snilldarhugmynd í 17. júní í þynnkunni að fara í útileigu. Það fékk góðan hljómgrunn og á laugardeginum var tætt út úr bænum í átt að uppsveitum Árnessýslu. Við enduðum svo í Þrastaskógi..."vegna þess að það er bara fjölskyldufólk velkomið á Laugarvatni og það á að vera komin þögn á tjaldsvæðinu kl. 12!" Eins og ég segi, þá er einhleypu fólki mismunað á öðrum sviðum en í stærð matvæla (magn miðast yfirleitt við 2 eða fl.) Við fórum líka upp að Gullfoss og Geysi og allt það og fórum svo í kaffi á bæinn þar sem Óli var í sveit. Það var sko ekta að komast á sveitabæ í heimatilbúið bakkelsi, fyrir utan hvað það vakti upp margar æskuminningar að finna smá fjósalykt sem svíkur ekki!

Anna og Freysi hittu okkur svo í Þrastaskógi en þá var farið í að leita af tjaldplássi...sem var ekkert svo auðvelt því tjaldsvæðið var pakkað með treilerhás fjölskyldum og það má vitanlega ekki vera með hávaða e. 12! Fundum svo e-n lund þar sem við skelltum upp át og drykkjubúðum! Við grilluðum svaka góðan mat og drukkum vel með. Síðan skelltum við okkur á tjaldsvæðið þar sem við rifum upp stemmarann í e-u vinnustaðatjaldbúða dæmi frá Þorlákshöfn. Það var svaka stuð á okkur og vonandi mun ljósmyndaafraksturinn verða birtur á þessu bloggi innan skamms, þökk sé tæknuvæddu vinkonum mínum!
Í morgun rifum við okkur svo upp um hádegi og tættum af stað á Laugarvatn þar sem við lágum í bleyti í heitum potti í nokkra tíma. Síðan var ferðinni haldið á Þingvelli þar sem við gerðumst öllu þjóðlegri en á 17. júní og gengum um Þingvelli í einn og hálfan tíma og klifruðum um stokka og steina eins og smákrakkar og drukkum vatn úr Öxaránni eins og sannir fjallamenn og konur. Eftir þjóðlega klifurferð fórum við á Eyrarbakka þar sem við skoðuðum ættaróðalið hennar Önnu og fengum okkur að borða dýrindismat á Rauða húsinu. Þau fá alveg mín meðmæli, sérstaklega rúccola salatið með humri! Ég koma svo heim um 8, sólbrennd á nefinu, með vægar harðsperrur en stærðarinnar Sóleheimabros eftir æðislega helgi í uppsveitum Árnessýslu.

Það er gott til þess að vita að það tekur ekki langan tíma að fara út fyrir borgarmörkin, sérstaklega þegar maður er búin að fá yfir sig nóg af Sódómu Reykjavík. Get heldur ekki beðið eftir að komast heim í Hornafjörðinn á þegar stefnað verður tekin á "Tjaldað í túnfætinum 2004" betur þekkt sem Humarhátíðin á Höfn. Það verður eflaust mikið fjör enda alltaf stuð þegar við erum annars vegar ; )

Friday, June 18, 2004

Framhaldssaga mánaðarins

Á miðvikudeginum fórum við gellugengið út eftir að hafa analysereað allt milli himins og jarðar...tættum niður í bæ og þegar við vorum hálfnaðar ákváðum við að taka leigubíl...Döggin veik og svonna. Ég sá kramda mús, og við erum að tala um alveg blað-þunna. Merkilegt hvað klærnar héldu sér þó.

Við fórum fyrst á Ölstöfuna og settumst í stúku, höfðum gott útýni og blönduðum geði við gesti og gangandi. Það settust e-r RÚV gaurar hjá okkur og hvað haldið þið annað en ég hafi óvart hellt rauðvíni yfir andlitið á einum (eitt sinn sjensi)...en það var notlega ekki mér að kenna heldur gaurnum sem rakst í mig. Mér dettur ekki í hug að taka ábyrgð á svona löguðu enda var ég einungis milligönguaðili rauðvínsins sem lennti í andlitinu á gaurnum.

Jæja svo ætluðum við á KB, en biðröðin þar var eins og biðröð eftir brauði í fyrrum Sovétríkjunum...ekki sniðugt. Svo þá skildust leiðir og ég og Dögg fórum á Celtic og Anna hélt áfram að reyna við KB. Á Celtic hitti ég sætann og skemmtilegann gaur (sem gerist ekki oft svo ég ákvað að tjatta meira við hann). Hann var álíka hrifnuminn af mér og ég að honum -eða svo sagði hann 10X og ég bara brosti og tók Fegurðardrottningarveifið, ekki sérlega góð að taka drukknu hrósi. Nú svo kemur e-r gella (dökkhærð með græna hringi um augun sem stundum er kallað augnfarði, sennilega fædd á 9. áratugnum og því ekki búin að ná sama forskoti og ég í hamborgara- pizzumenningunni.) Anyways, þau fara að spjalla og ég hafði nú allan varann á en ég hafði séð þau spjalla saman um kvöldið. Síðan næ ég gaurnum á eintal og ítreka það að ég ætli ekki að vera varaskeifa og segi honum að það sé e-r gella að bíða e. honum. Nú hann náði að fullvissa mig um að ég væri engin varaskeifa, ég væri alltof mikil gella til þess. Nú þar sem reynsla mína af gaurum fæddum á 9. áratugnum hefur ekki verið sérlega góð upp á síðkastið, þá ákvað ég að bregða á það ráð að spyrja gaurinn um skilríki, svona til að ég væri ekki að eyða tímamínum í e-ð óþarfa hjal! Nú hann reyndist vera fæddur á 8. áratugnum og það sem meira var, 5 árum eldri en ég. Það þótti mér plús þar sem flestir ungkarlar á þessum aldri eru með e-ð pakkatilboð á bakinu þegar þeir eru komnir á þennan aldur, þ.e.a.s krakka og e-ð og ég nenni ekki e-u svoleiðis, bara svona til að hafa það á hreinu. Allavega, svo fór daðrir nú að aukast og hann hélt áfram að sannfæra mig um að ég væri flottasta gellan á svæðinu og daðrið var í hámarki. Svo fórum við í þennan líka rokk sleikinn, kemur þá ekki gellan askvaðandi og bankar í okkur og öskrar skrækri röddu "hvað er eiginlega í gangi hérna, er það svona sem þú kemur fram við mig?!" OG ÞAÐ VARÐ ALLT VITLAUST! Ég dró mig til hlés og fór frá, vitandi að ég væri aðeins of mikil gella til að standa í rifrildi við e-r fyrrum runner-up í fegurðarsamkeppni Gullbringu-og Kjósasýslu! Hitti þá vin gaursins, sem þóttist ekki vita neitt um neitt....alltaf sama samsærið! Þegar þetta fór að dragast á langinn og garuinn var augljóslega að sleikja fíluna úr litlu stelpunni, mundi ég, MÉR TIL MIKILLAR ÁNÆGJU að ég væri enn með debetkortið hjá gaurnum! Svo á meðan á þessu rugli stóð þá bauð ég sjálfri mér og vini gaursins upp á bjór....MEÐ KORTINU HANS! Enda sniðug stelpa þarna á ferð. Sé ég svo ekki hvar gaurinn töltir í burtu með gelluna. Ég var því augljóslega úr leik í það skiptið...EN EKKI DEBETKORTIÐ! Til að gera langa sögu stutta þá "splæsti gaurinn" á alls 6 bjóra og leigubílinn fyrir mig heim, og það var stórhátíðartaxti! Ég held að ég hafi náð að láta hann muna eftir mér. Því miður er þetta ekki VISA, því þá væri ég og vinkonur mínar á leið í helgarferð!

Ekki þar fyrir að ég er nú ekki alveg svona vond. Ég ætla að hafa samband við hann með e-m leiðum og bjóðast til að borga útgjöldin....en ef ég næ ekki í hann...well hann óheppinn að vera ekki skráður í símaskránni. Ég var samt að komast að því að það er e-r gella skráð á sama símanúmer...sú held ég að verði reið þegar hún kemst að því að gæjinn hafu látið kortið frá sér...hvað er það?! Þetta kennir honum kannski að treysta ekki öllum sem verða á vegi hans.
Það verður því spennandi að fylgjast með næsta skrefi í þesari dramasögu...verst er ef hann er svo kannski smá klár þá gæti hann haft upp á mér!

Í gær fórum ég ,Dögg, Óli, Anna og Silja saman í Blá lónið til að sleikja sólina og fá smá brunku. Þetta var mjög anti-þjóðlegur dagur hjá okkur þrátt fyrir einkar þjóðlegann dag. Við byrjuðum á því að koma við á McDonalds, einu helsta tákngervi banradískrs menningarauðs. Það klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, enda eru Flugleiðir nú farnir að fljúga svo títt á milli USA og Íslands svo að hormónakjötið er ekki nema nokkra daga gamalt þegar það kemur á McDo. Eftir það fórum við í Blá og flutum innan um leðjutúrista, sem gerðust jafnvel svo djarfir að maka leðjunni í hárið á sér! Eftir nokkra tíma í bleyti fórum við og elduðum tortillasveislu sem var mjög góð. Sumsé allt frekar anti-þjóðlegt sem við gerðum í gær.

Um helgina ætlum við svo í útileigu út á land og kynna okkur lifnaðarhætti Snæfellsnessins. Eflaust margt áhugavert að sjá þar enda hef ég aldrei komið lengra út á nesið en til Stykkishólms.

Well well....ég þarf að fara að kynna mér heimasíðu Hagstofunnar svo ég geti skipt um nafn strax á mánudaginn!

Tuesday, June 15, 2004

Súrealísk sundferð

Já, já nú er heilsuátak á fullu...skellti mér í sund áðan og afrekaði það að synda 250 metra án þess að blása úr nös..ja eða svo gott sem. Síðan fylltist brautin af e-m sem voru að fara á sundæfingu eða eitthvað og ég ákvað bara að láta þessa sundæfingu eiga sig og vera með næst... Stefni samt á að geta synt kílómeter í lok sumars, jafnvel fyrr. Ef mér tekst það þá verð ég komin í betra form en gellurnar í Baywatch, en þær þurfa hvort eð er bara að synda 100 metra eða svo út í sjó hverju sinni. Samt er svo gott flot í sílikonbrjóstum að þær geta reyndar bara látið sig fljóta að þeim sem er að drukkna.

Fór svo í gufu og sá e-n gaur...elti hann svo í pottinn og sá þá að hann var ekkert sætur heldur var gaurinn í hinum pottinum verulega myndarlegur...en þegar ég sá konuna hans og krakkann ákvað ég að vera um kyrrt í mínum potti. Mitt í glápinu á gaurinn fór ég að heyra e-r stunur og mér varð litið til gellunnar sem var í nuddinu í pottinum. Þegar hún fór að stynja all verulega og lyftast upp og niður stóð mér ekki alveg á sama...kannski var hún með vatnsvarinn víbrador með sér í lauginni?! Þegar ómyndarlegi gaurinn fór líka að stynja (gellan var reyndar farin) þá ákvað ég bara að láta mig hverfa, það var aðeins of mikið af gröðu liði í þessum potti fyrir minn smekk.

Ég annars búin að finna mér nýjan starframa sem ég held að gefi ágætlega af sér miðað við minimum vinnusemi...nei, það er ekki að vinna á skrifstofu hins opinbera eða í símaskránni heldur að vera þjálfari í e-u íþróttum! Fyrir flesta þjálfara gildir reglan "eins manns puð er annars brauð" eða m.ö.o. þí getur haft það notalegt meðan e-r íþróttafríkur puða. Sjáum t.d sundþjálfa...þeir hanga bara á bakkanum í fötunum og segja öðru hverju; já takið nú 10 bringusundsferðar...já Gunnar góð handtök í skriðsundinu, haltu áfram á þessari braut" Og það sem meira er þá þarf maður ekkert að mæta í íþróttagalla, gæti þess vegna mætt á háhæluðum og pilsi ef það væri gott veður. Ég er að spá í að kynna mér þetta starf aðeins betur, ekki þar fyrir að ég þarf þá væntanlega að kynna mér sundgreinina aðeins betur, horfa á nokkra ólympíuleika og heimsmeistaramót, restina get ég lesið mér til um á Netinu ekki satt?!

Annars væri mest til í að þjálfa landsliðið í fótbolta, þá hefði ég löglega afsökun til að lumma mér í búningsklefann með þeim að loknum leik og stappa í þá stálinu ef þeir eru ekki að standa sig, já og gefa þeim koss á kinnina ef þeir eru rústa keppinautunum!
Þar sem íþróttalið eru oftast ansi þéttur félagsskapur, þá væri þetta eins og að eiga 18 hjásvæfur (geri ekki ráð fyrir að ég myndi nenna að tjilla með þeim utan vallarins) og hver væri ekki til í það?!

Wednesday, June 09, 2004

Quiz Diva.com!

BWWWWAHAHHAHAHAHAHAHHA!!!!

Ég er sko heldur betur búin að finna út hvað maður getur gert þegar það er sól...þó án þess að fara út! Eftir nokkrar vangaveltur um að íslenskir strákur séu einfaldlega ekki "my cup of tee" sannfærðist ég endanlega þegar niðurstöðurnar úr prófinu "What foreigner should you date"? Ég þarf varla að undirstrika það að ég ætla til Ástralíu í haust!

You Should Date An Australian!


You're a down to earth, outdoorsy kind of girl

And you need a guy who can keep up with your adventures

A rugged Austrailian guy is just your style

Better start learning how to surf!
Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


Óhagstæð kattamatsinnkaup

Var í Melabúðinni áðan, þeirri snilldarbúllu. Þá var mér litið á afgreiðsluborðið hjá gaurnum fyrir framan mig. Það var haugur af instant kattamat, svona one meal in one packet, og nokkrir hlutir til manneldis. Ég leiddi að því hugann hvaða sorglegi og einmanna gaur gerði svona vel við köttinn sinn og mér var litið upp. Sjálfur Dabbi Odds stóð þá við hliðina á mér, hver annar hefur efni á að gera svona vel við köttinn sinn?!...en hvernig var það...átti hann ekki hund?! Ég myndi að sjálfsögðu kaupa skynsamlegra inn, t.d. dósakattamat (meira fyrir minna) en ég efast stórlega um að Dabbi þurfi að velta svoleiðis smáatriðum fyrir sig. Hann reiddi fram þúsarana meðan ég gramsaði eftir visakortinu mínu í veskinu mínu með ónýta rennilásnum og varð óneitanlega hugsað til ólíkrar stöðu okkar. En hey, mér er alveg sama...ég er hvort eða er búin að fá yfir mig nóg af þessu fjölmiðlafrumvarpi og ég frekar sátt við að versla á visa í stað þess að liggja inn í einhverri skrifstofu og grúa mig yfir leiðindar pappíra og pæla í öllu og engu sem tengist fjölmiðlafrumvarpinu...svo ég tali nú ekki um togstreituna sem hefur skapast milli þeirra einstaklinga sem teljast stjórna landinu og lýðnum á einn eða annan hátt.

OK-ég veit að ég er ekkert sélega "politically correct" núna í ljósi þess að ég hyggst starfa við fjölmiðla e-n tíman á lífsleiðinni svo auðvitað "ætti" ég að vera á kafi í þessari umræðu. Það verður þó að segjast...og ég held að við getum verið öll sammála um það ...að þessi umræða er orðin frekar þreytt, hvort sem við þorum að viðurkenna það eða ekki.

En mikið rosalega er Ástþór Magnússon mikið fílf! Ég las í frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem talað var við Ástþór en þá var hann akkúrat á 150 km hraða á Kelfavíkurveginum að elta Ólaf Ragnar til að reyna að fá svar við því hvort myndi taka áskorun Ástþórs um að mæta í sjónvarpskappræður á móti honum. Ég held að manninum væri nær að spara sér þessa 100 kalla sem fara í kostningabaráttuna og fara frekar í geðrannsókn, ja eða íslenska ríkið ætti kannski að blæða og þá myndum við kannski ekki hafa þennan vitleysing fyrir augunum í nokkra mánuði. Það á að setja hann inn á Réttargeðdeildina að Sogni, þar á hann heima. Ja það væri sko sumarfrí að losa við feitra karlinn með gúppífiska augun úr fjölmiðlunum, vælandi um að hann fái ekki neina umfjöllun og væl, væl! Aumingja konan hans, það getur ekki verið að hún vaði í vitinu...með fullri virðingu fyrir henni.
Sem betur fer skilja útlengingar fæstir íslensku svo þeir skilja ekki þá endemis vitleysu sem kemur út úr Ástþór í fjölmiðlum. Það verður seint sagt að þessi maður sé þjóðinni til sóma.

Af hverju fær maður alltaf samviskubit yfir að vera innandyra þegar það er sól og gott veður hér á Íslandi?! Ég er núna í þessum skrifuðu línum upp í rúmi, gónandi út um gluggan á húsþökin á hinum stúdentagörðunum (já svona er útsýnið hjá mér). Auðvitað ætti ég að vera úti að gera eitthvað...en hvað? En ég er ekki með garð sem ég get spólað í og potað niður garðálfum, ég er ekki með krakka í vagni, svo ég get væntanlega ekki farið út á röltið með einhvern gemling, og ég þoli ekki að skokka, svo það er lost case.
Ég held að maður fái alltaf samviskubit af því að það er svo sjaldan gott veður hérna, það er allavega mín kenning. Þegar ég bjó útí KBH síðasta sumar þá fékk ég ekki einu sinni móral af því að leggja mig eftir vinnu ef það var sól...ÞVÍ ÞAÐ VAR 80% líkur á að það yrði sól daginn eftir. Síðasta sumar var reyndar óvenju gott í KBH, það hefur kannski e-ð að segja, fyrir utan hvað það var gaman að versla þar og hvað það eru miklu fleiri sætir strákar þar en hér.

Bæ þe vei...ég kynntist niðurskurði á Landspítalanum-unihospital að eigin raun í dag. Ég hringdi í e-a gellu til að fá upplýingar um hvort ég gæti fengið afrit af KB-kjaftæðis-áverka vottorðinu. "Já, já það er hægt en þá þarf ég að fá skrifalega beiðini og þú þarft að ná í vottorðið sjálf á opnunartíma"...sem er er akkúrat vinnutíminn minn....Í ALLT SUMAR! og NEI, pakkið getur ekki skutlað þessu dæmi í afgreiðsluna..."því eins og þú eflaust hefur tekið eftir í fjölmiðlum þá er mikill niðuskurðuð á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi svo þú verður að ná í þetta........! Þegar ég heyri svona rugl (ofan á allt hitt KB-kjaftæðið) langar mig mest af öllu að öskra og ganga berseksgang....en þar sem ég er nýbyrjuð í nýrri vinnu þá reyndi ég að bæla niður mestu reiðina. Svo...surprise, surprise...er rukkara gellan á KB farin í sumarfrí fram í hið óendanlega af því er virðist. Það verður seint ofsögum sagt að allt sem tengist samskiptum við opinberlega aðila gangi vel fyrir sig þegar ég á í hlut....ég er virkilega farin að halda að ég sé með e-a neikvæða opinbera orku! En ég neita þó alfarið að taka á mig alla sökina því það er einfaldlega allt of mikið af fílfum í íslensku þjóðfélagi!

Monday, June 07, 2004

Mánudagur til mæðu

Eftir annasama og skemmtilega sólarhelgi er ég frekar þreytt...með svona áframhaldi verð ég orðin verulega "lifuð" fyrir aldur fram. Hef því hafið heilsuátak nr. 24.

Ég fór með pabba rokk á Deep purple upphitunartónleika á Nasa á fimmtudaginn og það var ansi mikið stöð. Þeir Páll Rósinkrans og co. voru bara nokkuð góðir og ég get ekki sagt annað en ég hlakki til að fara á alvöru tónleikana. Er strax farin að spá í hverju ég á að vera...verð að finna mér eitthvað rokkað outfit!

Á föstudeginum hélt ég síðbúið afmælisboð og sló upp humar-sumarveislu og bauð genginu. Við gerðum Mojito bollu og voru þ.a.l ansi hress og skemmtileg! Síðan héldum við niður í bæ en ég hafði því miður ekki mikið úthald enda búin að eta og drekka ótæpilega.

Á laugardaginn var fjölmennt í sund til að pústa út þynnkunni og síðan fórum við Kamilla og Dögg á ljósmynndasýningu í ljósmyndaskóla Sissu. Sýningin var fín og margt áhugvert í gangi. Mæli með sýningunni en henni líkur einmitt í dag svo endilega hafið hraðann á. Um kvöldið var hittingur hjá Kamillu og við héldum svo -surprise-surprise- út á lífið. Fínt djamm.

Sunnuagurinn -þvottadagurinn mikli- var góður enda sól og sumar niður í bæ, sund, ísrúntur o.fl. eða ekta sumar-tjilldagur.

Eins og gefur að skilja er ég frekar þreytt eftir helgina en svefnleysi eftir helgina má einnig rekja til annars en útstáelsis en svo virðist sem margra mánaða lágdeyða hjá parinu á efri hæðinni hafi tekið enda í gær. Þau eru annars frekar reglusöm með þetta og má næstum segja að það sé hægt að stilla klukku eftir planinu þeirra sem á sér yfirleitt stað milli 12 og eitt aðfaranætur mánudaga, mér til lítillar ánægju þar sem ég er yfirleitt mjög þreytt eftir helgarútstáelsi. Og það var sko maraþon hjá þeim í gær...

Er í vinnunni að hringja til Frakklands...djö..er ég sleip í frönskunni!

Tuesday, June 01, 2004

Ferða- (og sukk)sagan!

Jæja þá er ég komin til landsins nokkrum túsundköllum fátækari en mörgum minningumi ríkari

Við Anna Lind lentum um miðnætti á fimmtudeginum í KBH og var stefnan tekin beint á barinn eftir að við höfðum dáðst að nýju íbúðinni hennar Röggu Ló...rosa fancy! Við stelpurnar- ásamt fleirum-tókum stefnuna á Moose...shabby bjórbúllu og Íslendinga hangout með meiru en þrátt fyrir oft á tíðum ansi mikla sána stemmingu þá er það yfirleitt þess virði að fylla sig þar, enda tveir fyrir einn á fimmtudögum, laugardögum og þriðjudögum. Það er skemmst frá því að segja að þessir dagar eru ansi vinsælir til að svala þorstanum og fimmtudagurinn var þar engin undantekning! Fyrst komum við við á Wallstreet sem er leiðinlegur staður í meira lagi en eflaust mjög skemmtilegur ef maður fílar danskt rapp og gaura sem eru augljóslega utan að landi og hafa hellst aftur úr tískulestinni.

Þegar ein íslensk gella og vinkona mín hvarf fljótlega til að sinna kalli nátturunnar og kom ekki aftur, en klósettin á Moose eru ekki heillandi svo það er sniðug hugmynd að svara kalli náttúrunnar annars staðar...,,say in someones bed"! hehehehe sat ég ein eftir með bros á vör og dró að mér Stevie úr that 70' show...bara sætari, en svona grínlaust þá var gaurinn með krullur, í brúnum leðurjakka og með sólgleraugu. Ég spjallaði við hann dágóða stund en þar sem kauði er frá Álaborg varð ég svolítið að kinka kolli og sagði bara ,,já...aha...ég skil (EKKI ORÐ AF ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR). Nú meðan á samtali okkar stóð var hann allan tíman með sólgleraugun og ég starði í speglaglerið og reyndi að sjá hvort gaurinn var með gerviauga eða kannski rangeygður eða tileygður en það eina sem ég sá, var að ég þyrfti að fara í húðhreinsun! Nú ég komst að því síðar um morguninn að augun á honum voru í lagi og einnig að gaurinn rataði EKKERT í KBH...hélt í alvörunni að Amager væri í grennd við Strikið...but hell no! Meira að segja ég...úlinn sjálfur, rata betur í kBH en hann!

Á föstudeginum leit ég út eins og það hafi vöruflutningabíll keyrt yfir mig...og bakkað líka- ekki sérlega sæt þann daginn. Ég lét það þó ekki aftra mér í innkaupaferðinni minni þarf sem ég var með VISA tilbúið á lofti í nokkra tíma, svo gott sem til einskins því ég fann fátt annað en nærföt, sokka ...já og efni til að sauma úr...sem er frekar hallærislegt í ljósi þess að maður vill kaupa tilbúin föt í útlöndum en skrapar saman fyrir efnispjötlum hér á landi! Um kvöldið átti ég svo afmæli....(ég er að gefa ykkur færi á að óska mér til hamingju með daginn...þeir taka það til sín sem eiga það ; ) ) og við gellurnar fórum á indverskan stað og átum á okkur gat eins og sönnum íslenskum konum sæmir. Eftir það fórum við á Peder Oxe sem er kokteilabar og þar drukkum við nokkra kokteila á chick-friendly verði og blikkuðum alla sætu garuana enda vorum við í sleika keppni sem byggist á því að hver sem fer í sleik við gaur fær eitt stig, tvö stig fást fyrir ljóta gaura (það vill enginn kyssa þá), 0,25 stig fyrir stráka undir 20 ára (þeir eru svo auðveldir), 0,25 stig fyrir karla yfir 50 (líka svo auðveldir) 5 stig fyrir gaurar sem við vorum allar sammála um að væru myndarlegir (einn féll þó niður í 2 stig þegar líða tók á kvöldið sökum ölvunar=auðveldari). Síðan voru gefin 3 stig fyrir að stinga undan dönskum stelpum. Þess ber þó að geta að ekkert stig fékkst fyrir að slefa upp í Íslending...þar sem það jafngildir að kyssa skildmenni í útlöndum!
Við vorum því í miklu stuði eins og geta má þetta kvöld og tókum stefnuna á Riesen og Idealbar enda eru þessir staðir annálaðir fyrir hátt hlutfall myndarlegra danskra karlmanna og það kom á daginn að það hefur ekkert breyst! Kynjahlutföllin voru okkur mjög hagstæð í byrjun á Idealbar en það var cirka 70/30 kk á móti kvk! en því miður snérust hlutföllin við þegar líða tók á kvöldið. Við sáum tvífara Jónsa í Svörtum fötum og ég var búin að hugsa mér að vinda mér upp að honum og segja; ,,skjús mí! Did you compete for Iceland in the Eurovision song contest recently?" en hann rétt slapp. Eftir að hafa slefað yfir myndarlegum gaurum fór ég heim að sofa til að safna orku fyrir laugardaginn en þá átti sko heldur betur að taka á því og rústa sleik-keppninni!

Laugardagur
Búðir enn og aftur...enda síðasti sjens. Lenti næstum undir 500 brjáluðum magadansmeyjum sem voru að dilla sér á Strikinu vegna carnivals í KBH...en ég rétt náði að skjóta mér inn í búð þar sem ég festi kaup á gríðarlega fallegu skópari :) Um kvöldið fórum við Gróa og Guðrún á djammið sem var svaka stuð. Síðan hringdi Reynir í mig og við hittumst á Cozy bar eftir miklar hremmingar! Fyrir það fyrst var enginn taxi á Amagertorv og ég var bara einfaldlega ekki að meika að þramma á háhæluðum skóm nokkrar götur...svo ég fékk mér hjólastrák sem púlaði fyrir mig fyrir smáaura. Það var geggjuð biðröð fyrir utan Cozy bar sem er hommastaður. Nú þar sem ég meika ekki biðraðir þá ætlaði ég rétt að skjóta mér framhjá og koma með einhverja klassíska sögu sem virkar yfirleitt hér á Fróni. Hommaskarinn ætlaði að tryllast og ég hef aldrei orðið fyrir eins miklu kynferðislegu áreiti, þrátt fyrir að þeir hefðu engan kynferðislegan áhuga á mér þá vissu þeir hvernig á að bæla mann niður! Helv...hommarnir!!! og NOTA BENE nú er ég að tala um einstaklinga í þessari biðröð...ekki alhæfa um samkynhneigða karlmenn...þeir gjörsamlega trylltust og einn ætlaði að henda mér niður stigann sem er jafn brattur og tréstigi í elstu húsunum upp á Árbæjarsafni og hann hefði hæglega getað hálsbrotið mig! Ef þið eruð ekki alveg að ná myndinni reynið að ímynda ykkur cirka 30 homma sem skríkja og öskra eins og hópur af hænum og ein og einn leðurhomma sem reynir að hálsbrjóta mig...og svo mig haldandi dauðahaldi í stigahandriðið mjög svo miður mín á kynjahlutföllunum og þeirri staðreynd að í fyrsta skipti á ævinni var ég gjörsamlega fótum troðin og átti mér einskils ills von nema gefa undan og fara að væla! En þá kom SUPERWOMAN til hjálpar og huggaði mig...en það gat náttúrulega ekki annað verið en að bjargvættur minn myndi hafa kenndir til kvenna- jafnt sem karla- en bjargvættur minn var sumsé bæjari frá Pakistan! Hann hjálpaði mér að gleyma niðurlægingunni (að láta 30 karlmenn öskra á sig eins og 50 kerlingar...og ná yfirhöndinni) en við ræddum um stöðu samkynhneigðra í Pakistan og hann sagði að það væri miklu betra að vera samkynhneigður í KBH en heimalandi sínu...well go figures!

Þegar ég komst loksins inn til Reynis, Guðna og vina þeirra var mér borgið og gleðin tók við. Við héldum áfram á djamminu langt fram undir morgun og dönsuðum gleðidans við ABBA sypu á Nevermind eftir að við höfðum yfirgefið kvennfyrirlitningastaðinn Cozy bar! ...kíktum svo á McDo til að ná upp tapaðri orku ; )

Sunnudeginum var eytt í þynnku í Kongens Have...eins og gefur að skilja enda var þreyta í fólki eftir annasama verslunar- og drykkjuhelgi. Það var ansi ljúft og ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi...að ég ætti að reyna að sækja um að fá Amalienborg leigða út svo ég gæti opinberlega átt heima í Kongens Have...og já já ég set það ekkert fyrir mig að passa eitthvað drottningardjásn...það væri bara gaman að bjóða fólki í þemapartý!

Kom svo heim í gær og það var gjörsamlega ekki þverfótandi fyrir Þjóðverjum á flugvellinum og í vélinni heim...sem betur fer gat ég sofið af mér þeirra ,,fagra froðusnakk!!" um allt og ekki neitt....en aðalega kvíðaumræður um verðlag á Íslandi.

En úrslit helgarinnar verða því miður ekki gefin upp hér að sinni en þau voru skemmtileg og sum komu á óvart! Hins vegar vorum við stelpurnar flestar sammála um þá niðurstöðu (byggist þó ekki eingöngu á helginni) að danskir strákar væru einkar gefandi og myndu setja sjálfa sig í 2. sæti...á meðan íslenskir strákar setja sig flestir í 1. sæti...það má þó ekki alhæfa út frá þessum niðurstöðum enda byggjast þær á eigindlegum rannsóknaraðferðum og útrakið er ekki ýkja stórt. Aðrar niðurstöður benda til þess að íslenskir strákar séu fjarskafallegir í samanburði við þá dönsku og þau ykkar sem hafa verið í KBH vita hvað ég á við. Ekki nóg með það, þá sáum við danskan tvífara Orlando Bloom en ég veit ekki til þess að neinn íslenskur strákur geti talist tvífari Orlandi Bloom. Niðurstöður benda því til að það halli ansi mikið á íslenska stráka þegar svona samanburður er tekinn upp og skýrir það eflaust af hverju æði margar íslenskar stelpur sækja til Danmerkur til lengri eða skemmri tíma en það gengur náttúrlega engan vegin að giftast fjölskyldumeðlimi og eignast innbreaders! Ég hef því ákveðið að ef það kemur til þess að ef ég enda uppi sem kona einsömul þá mun ég leita til Strokens kilinik, og kaupa mér dollu af dönsku gæða sæði!