Thursday, May 27, 2004

Rock on!

The day has come! ég er á leiðinni til KÖBEN...ég get ekki beðið og er með tilhlökkunnar-stresshnút í maganum! Ég er búin að pakka og til í slaginn, ætla að gæta þess gaumgæfilega að nýta drykkjumöguleika í fluginu!

Annars er ég gríðarlega hamingjusöm núna -fyrir utan að vera að fara til KBH- en ég náði rokkáverkunum úr snjóhvítajakkanum mínum í gær. Þetta er meðferðin sem jakkadruslan fékk; biotex =tvær umferðir, sódavatn= 1 umferð, 1X hreinsun=sóun á peningum, Þjarkur=húsráð móður minnar (virkar), Vanish Oxy spray=1 umferð, Bio Tex superspray=1 umferð! Eftir alla þessa meðferð náðist þetta loksins úr...að mestu en það eru svona "skuggar" á jakkanum....en það er bara "töff!" Annars get ég mælt með Bio tex superspray en það skemmtilega við það er að það virðist virka og kemur í svona skemmtilegri "travel size" svo að sjálfsögðu fer það með til KBH...já ásamt hvíta skóárburðinum því ég er alger böðull og blettasullari. Ef vel ætti að vera þyrfti ég alltaf að borða í glærum heilgalla til að koma í veg fyrir bletti og vera í svona bláum sjúkrahúspokum yfir hvítu skónna þegar ég fer í þeim á djammið...þá myndi ég komast hjá verstu blettunum og skemmdunum!

En nóg um húsráð og blettahreinsanir!

Ég ætla að halda áfram að hlakka til og skipuleggja KBH ferðina í huganum! Hugsið fallega til mín á morgun þegar ég verð 23 ára!!

ROCK ON!

1 Comments:

Blogger Alma said...

Takk fyrir síðast pæja...góða skemmtun í Köben, kysstu alla sætu strákana fyrir mig:)

4:01 PM  

Post a Comment

<< Home