Tuesday, May 25, 2004

Ekki á morgun heldur hinn...

FER ÉG TIL KÖBEN!!!!! Það er hér með gert kunngert að 23. afmælið mitt verður haldið í Kaupmannahöfn og öllum er boðið sem sjá sér fært að mæta...ef þið komist ekki...þá læt ég við síðar með frekari afmælisfagnað hér á landi!
Ég flýg út um kl 1800 á fimmtudaginn og því mun upphitun fyrir afmælið -sem hefst formlega á miðnætti- strax í flugvélinni! Ég vona þó að þynnka muni ekki hamla villtri verslunarferð á föstudeginum og jafvel laugardeginum líka! Ég hlakka alveg gríðarlega mikið til enda langt síðan ég ráfaði um KBH, með H&M poka í annari og hammara í hinni! hehehe Annars held ég að ég láti McDo vera og haldi mig við ,,hefðbundinn danskann" mat líkt og Kebab, tyrkjapizzur og kínverskar núðlur! Ég er samt strax farin að kvíða því að þurfa að yfirgefa ástina mína einu (KBH)...best ég kaupi tissjú í fríhöfninni til öryggis...ætla líka að kaupa Lonely Planet guide um Ástralíu, ég er ekki tilbúin að eyða 10% af laununum mínum í slíkan doðrant í Eymundsson eða M&M!!!! Djöss...græðgi alltaf hér í verslunarfólki!

Ég var að sjá auglýsingu á ungfrú Ísland á Skjá einum sem er hallærisleg í meira lagi! Ekki nóg með myndir af stelpunum séu teknar í Kringlunni, heldur eru þessi myndskeið vægast sagt ljóskuleg og það vantar bara veifið... veifið sem sem er einkennir royalista og fegurðardrottningar! Þegar maður sér svona auglýsingar þá verður ekki hjá því komist að efast um gáfnafar þátttakenda, þó í raun og veru segi þetta meira um gáfnarfar aðstandenda keppninnar vegna bagalegra auglýsingaaðferða!

Jæja...ég þarf víst að henda saman einni ritgerð í kvöld svo ... best að bretta upp ermarnar!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home