Monday, May 24, 2004

Drottning lúðanna snýr aftur!

Ha ha ha! Það hlaut að koma að því að ég gæti ekki þagað lengur...nei annars ...á morgun er síðasti kennsludagurinn í Hagaskóla svo ég ákvað að taka sjensinn og starta nýju bloggi...já ástæðan er líka sú að það er komið sumar, ég á bráðum afmæli og er mjög líklega að fara til KÖBEN á fimmtudaginn. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um tilgang ferðarinnar annað en VISA mu styrkja þetta bjórdrykkju- og innkaupakeppnisferðalag...en ég er ókrýndur Íslandsmeistari á þeim sviðum...allavega Austur-Skaftafellssýslumeistari!

Brimbrettagellan er nýjasti tiltillinn minn, -lúkkar líka vel í símaskránni! Það átti að vera blondie, en einhver lufsa er með það blogg, en eftir að hfafa hakkað eitt Kit Kat í mig ákvað ég slóðina á bloggið. Reynslan hefur kennt mér að nota ekki nafnið mitt í slóðina! Ekki þar fyrir en ég stefni að því að verða Ástralíu meistaði í öldureið innan árs! Fyrst þarf ég reyndar að hefja (og framfylgja) heilsuátaki nr. 22 á þessu ári, en ég stefni á því að kaupa mér brimbrettakeppnis-bikini í haust.....þau eru lítil, enda má ekk vera of mikil mótstaða við vatnið auk þess sem maður neglir nú varla brimbrettagaura í sundbol sem er eins og ('80) rúllukraga-samfella!

Þrátt fyrir dæmann árangur í íþróttum fram að þessu (ég er líka ókrýndur Íslandsmeistari í að skora sjálfsmörk) þá trúi ég því að ég eigi mér framtíð í öldureið. T.d sem æfingartrix þá ætla ég að henda bjórdósum út í sjó....og sörfa að þeim. Ég verð orðin góð eftir kassa!

Jæja best að fara að skipuleggja hvaða djammföt ég ætla að taka með mér til KBH!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home