Thursday, May 27, 2004

Rock on!

The day has come! ég er á leiðinni til KÖBEN...ég get ekki beðið og er með tilhlökkunnar-stresshnút í maganum! Ég er búin að pakka og til í slaginn, ætla að gæta þess gaumgæfilega að nýta drykkjumöguleika í fluginu!

Annars er ég gríðarlega hamingjusöm núna -fyrir utan að vera að fara til KBH- en ég náði rokkáverkunum úr snjóhvítajakkanum mínum í gær. Þetta er meðferðin sem jakkadruslan fékk; biotex =tvær umferðir, sódavatn= 1 umferð, 1X hreinsun=sóun á peningum, Þjarkur=húsráð móður minnar (virkar), Vanish Oxy spray=1 umferð, Bio Tex superspray=1 umferð! Eftir alla þessa meðferð náðist þetta loksins úr...að mestu en það eru svona "skuggar" á jakkanum....en það er bara "töff!" Annars get ég mælt með Bio tex superspray en það skemmtilega við það er að það virðist virka og kemur í svona skemmtilegri "travel size" svo að sjálfsögðu fer það með til KBH...já ásamt hvíta skóárburðinum því ég er alger böðull og blettasullari. Ef vel ætti að vera þyrfti ég alltaf að borða í glærum heilgalla til að koma í veg fyrir bletti og vera í svona bláum sjúkrahúspokum yfir hvítu skónna þegar ég fer í þeim á djammið...þá myndi ég komast hjá verstu blettunum og skemmdunum!

En nóg um húsráð og blettahreinsanir!

Ég ætla að halda áfram að hlakka til og skipuleggja KBH ferðina í huganum! Hugsið fallega til mín á morgun þegar ég verð 23 ára!!

ROCK ON!

Tuesday, May 25, 2004

Ekki á morgun heldur hinn...

FER ÉG TIL KÖBEN!!!!! Það er hér með gert kunngert að 23. afmælið mitt verður haldið í Kaupmannahöfn og öllum er boðið sem sjá sér fært að mæta...ef þið komist ekki...þá læt ég við síðar með frekari afmælisfagnað hér á landi!
Ég flýg út um kl 1800 á fimmtudaginn og því mun upphitun fyrir afmælið -sem hefst formlega á miðnætti- strax í flugvélinni! Ég vona þó að þynnka muni ekki hamla villtri verslunarferð á föstudeginum og jafvel laugardeginum líka! Ég hlakka alveg gríðarlega mikið til enda langt síðan ég ráfaði um KBH, með H&M poka í annari og hammara í hinni! hehehe Annars held ég að ég láti McDo vera og haldi mig við ,,hefðbundinn danskann" mat líkt og Kebab, tyrkjapizzur og kínverskar núðlur! Ég er samt strax farin að kvíða því að þurfa að yfirgefa ástina mína einu (KBH)...best ég kaupi tissjú í fríhöfninni til öryggis...ætla líka að kaupa Lonely Planet guide um Ástralíu, ég er ekki tilbúin að eyða 10% af laununum mínum í slíkan doðrant í Eymundsson eða M&M!!!! Djöss...græðgi alltaf hér í verslunarfólki!

Ég var að sjá auglýsingu á ungfrú Ísland á Skjá einum sem er hallærisleg í meira lagi! Ekki nóg með myndir af stelpunum séu teknar í Kringlunni, heldur eru þessi myndskeið vægast sagt ljóskuleg og það vantar bara veifið... veifið sem sem er einkennir royalista og fegurðardrottningar! Þegar maður sér svona auglýsingar þá verður ekki hjá því komist að efast um gáfnafar þátttakenda, þó í raun og veru segi þetta meira um gáfnarfar aðstandenda keppninnar vegna bagalegra auglýsingaaðferða!

Jæja...ég þarf víst að henda saman einni ritgerð í kvöld svo ... best að bretta upp ermarnar!

Monday, May 24, 2004

P.S.

Getur einhver leiðbeint mér með að setja inn mynd á kantinum...þar sem linkarnir eru og þar???
Er búin að prufa allan skra...en það gengur ekki upp!

Drottning lúðanna snýr aftur!

Ha ha ha! Það hlaut að koma að því að ég gæti ekki þagað lengur...nei annars ...á morgun er síðasti kennsludagurinn í Hagaskóla svo ég ákvað að taka sjensinn og starta nýju bloggi...já ástæðan er líka sú að það er komið sumar, ég á bráðum afmæli og er mjög líklega að fara til KÖBEN á fimmtudaginn. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um tilgang ferðarinnar annað en VISA mu styrkja þetta bjórdrykkju- og innkaupakeppnisferðalag...en ég er ókrýndur Íslandsmeistari á þeim sviðum...allavega Austur-Skaftafellssýslumeistari!

Brimbrettagellan er nýjasti tiltillinn minn, -lúkkar líka vel í símaskránni! Það átti að vera blondie, en einhver lufsa er með það blogg, en eftir að hfafa hakkað eitt Kit Kat í mig ákvað ég slóðina á bloggið. Reynslan hefur kennt mér að nota ekki nafnið mitt í slóðina! Ekki þar fyrir en ég stefni að því að verða Ástralíu meistaði í öldureið innan árs! Fyrst þarf ég reyndar að hefja (og framfylgja) heilsuátaki nr. 22 á þessu ári, en ég stefni á því að kaupa mér brimbrettakeppnis-bikini í haust.....þau eru lítil, enda má ekk vera of mikil mótstaða við vatnið auk þess sem maður neglir nú varla brimbrettagaura í sundbol sem er eins og ('80) rúllukraga-samfella!

Þrátt fyrir dæmann árangur í íþróttum fram að þessu (ég er líka ókrýndur Íslandsmeistari í að skora sjálfsmörk) þá trúi ég því að ég eigi mér framtíð í öldureið. T.d sem æfingartrix þá ætla ég að henda bjórdósum út í sjó....og sörfa að þeim. Ég verð orðin góð eftir kassa!

Jæja best að fara að skipuleggja hvaða djammföt ég ætla að taka með mér til KBH!