Saumaskapur, sveitasæla og silfurfyllingar
Ég er búin að vera á fullu síðustu daga við að ganga frá lausum endum áður en lagt veður í ´ann. Fór heim í sveitina á sunnudag og slapp við ofsaveður, sem er sérstakt í ljósi þeirra annáluðu "heppni" sem hefur elt mig í nokkur ár. Ég er búin að vera ansi framtakssöm síðustu daga og saumaði nokkuð og föndraði. Náði meira að segja smá session hjá tannlækninum og get ég nú glaðst yfir því að það er einni silfurfyllingunni færri og ég á eflaust eftir að sjarmera nokkra brimbrettagaura upp úr skónum með nýju fyllingunni minni sem er svona líka ósýnileg!
Hvað sem öllum fyllingum líður þá hef ég líka verið mjög dugleg að éta á mig forða, enda verða engin veisluföng á borðum okkar Guðrúnar í útlandinu, kannski hrísgrjón í góðri sósu með keyptu vatni á hátíðis- og tyllidögum...jú og kannski kíwí í eftirrétt meðan við túrum Nýja Sjáland. Á morgun fer ég svo í brunch á Hala í Suðursveit og ætla að hita Halamenn sem eru annálaðir fyrir að vera höfðingjar heim að sækja. Eftir það verður stefnan tekin í ómenninguna og svínaríið í Reykjavíkinni, enda er markmiðið að mála bæinn rauðann í tilefni að heimsreisunni. Slíkt gefur óneitanlega tilefni til að gera eitthvað af sér....það verða allir búnir að gleyma því í vor þegar fjöldi fólks hefur gert slíkt hið sama yfir dimmustu vetrarmánuðina í þeirri veiku von að lífga upp annars fábreyttnar kjaftasögur.
Við Gunsa gella höfum startað nýju bloggi; http://www.bjorbumbur.blogspot.com þar sem ykkur kæru lesendur, mun gefast kostur á að fylgjast með ferðum okkar á bari jafnt sem á Balineskar helgiatafnir. Það gæti þó verið að ykkur muni gefast tækifæri á að lesa um ferðir okkar á prenti, en meira um það eftir helgi ;)
Jæja...eftir því sem ég best veit þá er lyklaborðið á tölvunni ekki vatnsvarið, svo ég held að ég fari að slútta þessu áður en ég fer að slefa yfir tölvuna...enda kominn háttatími fyrir löngu.
Over and out...
Hvað sem öllum fyllingum líður þá hef ég líka verið mjög dugleg að éta á mig forða, enda verða engin veisluföng á borðum okkar Guðrúnar í útlandinu, kannski hrísgrjón í góðri sósu með keyptu vatni á hátíðis- og tyllidögum...jú og kannski kíwí í eftirrétt meðan við túrum Nýja Sjáland. Á morgun fer ég svo í brunch á Hala í Suðursveit og ætla að hita Halamenn sem eru annálaðir fyrir að vera höfðingjar heim að sækja. Eftir það verður stefnan tekin í ómenninguna og svínaríið í Reykjavíkinni, enda er markmiðið að mála bæinn rauðann í tilefni að heimsreisunni. Slíkt gefur óneitanlega tilefni til að gera eitthvað af sér....það verða allir búnir að gleyma því í vor þegar fjöldi fólks hefur gert slíkt hið sama yfir dimmustu vetrarmánuðina í þeirri veiku von að lífga upp annars fábreyttnar kjaftasögur.
Við Gunsa gella höfum startað nýju bloggi; http://www.bjorbumbur.blogspot.com þar sem ykkur kæru lesendur, mun gefast kostur á að fylgjast með ferðum okkar á bari jafnt sem á Balineskar helgiatafnir. Það gæti þó verið að ykkur muni gefast tækifæri á að lesa um ferðir okkar á prenti, en meira um það eftir helgi ;)
Jæja...eftir því sem ég best veit þá er lyklaborðið á tölvunni ekki vatnsvarið, svo ég held að ég fari að slútta þessu áður en ég fer að slefa yfir tölvuna...enda kominn háttatími fyrir löngu.
Over and out...